Dallas vinna Phoenix 5-2 <B> Dallas Stars - 5 </B>

<B> Phoenix Coyotes - 2 </B>

Pierre Turgeon skoraði fyrsta markið í leiknum er Dallas Stars halda áfram að sigra með 5-2 sigri á Phoenix Coyotes.

Fyrsta mark Turgeons á leiktíðinni kom með frábæru spili hans og Brenden Morrows. Morrow var bakvið markið og skautaði auðveldlega fram hjá varnarmanninum Ossi Vaananen sem reyndi að stöðva spilið.

Morrow sendi pökkinn beint til Turgeons sem skaut viðstöðulaust fram hjá Sean Burke, markmanni Phoenix.

“Þetta var smá skrýtið.” Sagði Turgeon. “Ég var mjög mikið fyrir aftan markið í 2. leikhluta en Brenden gerði gott spil þaðan. Það er gott að fara af stað og fá smá sjálfstraust.” Turgeon var líka með stoðsendingu í leiknum.

Phoenix tók 2-1 forystu eftir 2 leikhluta en léleg vörn hjá þeim í 3. leikhluta olli þeim stóru tapi er Dallas skoraði 4 mörk í röð.

“Við vorum mjög slakir í 3. leikhluta.” Sagði leikmaður Phoenix, Claude Lemieux. “Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur, sérstaklega á heimavelli. Traustir 2 leikhlutar og við settum okkur í góða stöðu til að vinna hokkíleikinn, en við kolféllum í 3. leikhluta.”

Bara eftir 5:35 í þriðja þá jöfnuðu Dallas með marki Ulf Dahlens.

Aðeins seinna fékk Dahlen sendingu frá Darryl Sydor og lyfti pökknum yfir markmann Phoenix.

Bill Guerin skoraði aleinn til að gera stöðuna 4-2 þegar 75 sekúndur voru eftir til að gefa honum 3 mörk og 6 stig í fyrstu 3 leikjum sínum með Dallas.

Rob DiMaio skoraði stuttu seinna til að gera stöðuna 5-2.

Ron Tugnutt, markmaður Dallas gerði 28 vörslur í leiknum og stóð hann sig frábærlega.

Phoenix Coyotes, sem skráðu 27 sigra á heimavelli seinustu leiktíð, heiðruðu þjálfara sinn, Bob Francis í fyrsta hléinu en hann vann Jack Adams verðlaunin og komu síðan sterkir í 2 leikhluta.

Þeir þurftu bara 5 mínútur til að jafna leikinn er Claude Lemieux skaut háu skoti viðstöðulaust fram hjá Tugnutt en það gerðist aðeins nokkrum sekúndum eftir að leikmaður Dallas, Aaron Downey fékk penalty fyrir “holding”, eða halda leikmanninum.

En Tugnutt hélt Coyotes af markaspjaldinu og tók eftir muninum að spila fyrir Dallas en hann kom til Dallas frá Columbus.

Hann gerði par af vörslum í 4 mínútna powerplay Phoenix's í miðjum 3. leikhluta í jöfnum leik. Besta varslan hans kom er hann skutlaði sér þegar varnarmaðurinn Paul Mara skaut viðstöðulaust frá bláu línunni.

Radoslav Suchy og Claude Lemieux skoraðu mörkin fyrir Phoenix en Darryl Sydor, Ulf Dahlen, Bill Guerin og Rob DiMaio skoruðu fyrir Dallas.
———————————————- ——————–

Aðrir leikir kvöldsins:

Columbus Blue Jackets - 2
New Jersey Devils - 3
—————————-
Washington Capitals - 2
NY Islanders - 1
—————————-
New York Rangers - 0
Pittsburgh Penguins - 6
—————————-
Florida Panthers - 5
Atlanta Thrashers - 4
—————————-
Carolina Hurricanes - 1
Tampa Bay Lightning - 5
—————————-
Edmonton Oilers - 3
Nashville Predators - 2
—————————-
San Jose Sharks - 3
Vancouver Canucks - 5
—————————-
Detroit Red Wings - 2
Los Angeles Kings - 3
—————————-
Ottawa Senators - 2
Toronto Maple Leafs - 1
—————————-
Buffalo Sabres - 6
Montreal Canadiens - 1
—————————-
Minnesota Wild - 2
St. Louis Blues - 2
—————————-
Philadelphia Flyers - 5
Calgary Flames - 4
x ice.MutaNt