Dallas og Colorado gera jafntefli <b> Dallas Stars - 1 </b>

<b> Colorado Avalanche 1 </b>

Peter Forsberg gerði alla vinnuna, en Radim Vrbata fékk markið fyrir Colorado Avalanche.

Vrbata skoraði þegar það var 12:42 eftir af þriðja leikhluta er Avalanche gerðu 1-1 jafntefli við Dallas Stars í byrjunarleik NHL leiktíðarinnar.

Forsberg skautaði framhjá markinu of fór bakvið það og reyndi að lauma honum inn með bakhandarskoti en það mistókst, pökkurinn lenti hjá Joe Sakic en hann var stoppaður líka. En Vrbata, einn af leikmönnunum sem er ætlast til að taka við af Chris Drury sem var skipt til Calgary, skoraði markið.

“Pökkurinn var bara laus og markið galopið þannig að ég skaut bara og skoraði. Það var gott en við höfum samt 81 leiki framundan og ég er á öðru ári mínu í NHL og er ennþá að reyna að læra leikinn. ” Sagði Vrbata.

Bæði liðin fengu powerplay (voru einum manni fleiri) í framlengingunni en gátu ekki skorað en fengu nokkuð góð færi.

“Marty Turco bjargaði okkur alveg.” Sagði þjálfari Dallas, Dave Tippett. “Við vorum með góða byrjun í leiknum en misstum allt það til Colorado, brutum alltof mikið af okkur og áttum erfitt með að koma okkur á rétta kjöl aftur.”

Dallas áttu eiginlega leikinn í byrjun og skutu fyrstu 12 skotunum í leiknum og nýliðinn Niko Kapanen skoruði fyrsta markið fyrir Dallas þegar 4:20 voru búnar af fyrsta leikhluta.

Eftir að hafa tekið langa sendingu þvert yfir ísinn frá Bill Guerin skautaði Kapanen hratt eftir vinstra kantinum og skaut úlniðarskoti fram hjá Patrick Roy, markmanni Colorados.

“Þetta var frábær sending frá Bill og ég fór bara á fullt.” Sagði Kapanen. “Það tók mig tvær tilraunir. Fyrsta skotið varði hann en seinna þá var markið opið.”

Colorado náðu ekki að skjóta sínu fyrsta skoti fyrr en 12 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. En þeir komu á fullu er Sakic prófaði Turco í miðju powerplay en Turco varði. Aðeins seinna kom Mike Keane, fyrrum leikmaður Dallas, og skaut rétt fram hjá Turco og leikurinn var stoppaður vegna þess að það var brot.

“Ég var ágætlega ánægður með jafnteflið en það er mikil vinna framundan,” Sagði Turco sem er orðinn aðalmarkmaður Dallas eftir að Ed Belfour fór til Toronto. “Persónulega líður mér vel litið til hvernig leikurinn var eða úrslitin.”

Dallas gáfu Colorado 7 powerplay í 2. og 3. leikhluta en Colorado nýttu ekki eitt einasta.

Miðjumaður Dallas, Jason Arnott sem var skipt fyrir Joe Nieuwendyk, slasaðist á hægri ökkla í 1. leikhluta þegar hann var tekinn niður af Vaclav Nedorost. Hann var í miklum sársauka og þurfti að vera dreginn af ísnum.

Persónulega þá fannst mér þetta mjög góður leikur til að horfa á þótt það hafi ekki verið mikið skorað.

Stjörnur kvöldins að mínu mati:
1. Radim Vrbata (COL), 1 mark og þar á meðal jöfnunarmarkið.
2. Niko Kapanen (DAL), 1 mark og var það hans fyrsta í NHL.
3. Peter Forsberg (COL), 1 stoðsending og frábær frammistaða.

Það voru 3 aðrir leikir þetta kvöld og voru úrsitin svona:

<b> NY Rangers 4 </b>

<b> Carolina Hurricanes 1 </b>

Mark Messier og Petr Nedved skoruðu báðir 2 mörk í þessum leik fyrir Rangers en Rod Brind'amour skoraði fyrir Carolina.

<b> Los Angeles Kings 4 </b>

<b> Phoenix Coyotes 1 </b>

Mathieu Schneider, Zigmund Palffy, Eric Belanger og Ian Laperriere skoruðu fyrir LA Kings en Danny Markov fyrir Phoenix.
x ice.MutaNt