Jæja streethokkí áhugamenn, mótið fer að nálgast eða bara vika í það er ég skrifa þetta!! :D

Mótið verður laugardaginn 13. Júlí í Skautahöllinni í Laugardal og svo verða úrslit á sunnudeginum held ég ef það klárast ekki á laugardeginum sem ég efa. Alls hafa 8 lið skráð sig en þau eru Lummurnar (Hafnarfjörður), Þvottabrettin (Árbær/Vesturbær), Jakarnir (Vestmannaeyjar), Lávarðar Hringsins (Reykjavík/Kópavogur), Norðlensku Massarnir (Akureyri), Ghetto Childs (Reykjavík), Möllabanar (Akureyri) og Team Intersport (Reykjavík).
Fyrirliðar liðanna geta mætt niður í Skautahöllina föstudaginn 12. Júlí og fengið keppnisgögn um mótið milli kl. 15:00 og 19:00.

Hámark í einu liði eru fimm menn en það spila þrír inná og tveir skiptimenn og aðgangseyrir kostar 5000 eða 1000 kr. á mann.

Keppt verðir í þreumur riðlum:

16 og yngri
16 til 20 ára
20 ára og eldri

Ef liðsmenn eru á mismunandi aldri þá er það elsti meðlimurinn sem
ákvarðar í hvaða riðli þið spilið, t.d þú ert með 5 manna lið og þeir eru á aldrinum 15,14,17,18,21 ára þá spilið þið í 20 ára og eldri riðlinum.

Allir spila með hjálm og þeir sem eru undir 18 ára verða að spila með fulla grind.

Hver leikur er 2 X 20 mín, ekkert klukkustop.
Dómari verður í öllum leikjum.
Við hvert brot verður viðkomandi leikmaður að fara útaf í 2 mín.

Þetta er hrein úrsláttarkeppni, þó að liðið tapi fyrsta leiknum hefur það tækifæri til að spila annann.

Ef þú hefur áhuga á að vera með þá er um að gera að <a href="http://www.linuskautar.is/skraning.php“> skrá sig </a>. Skráningarfrestur er til 12 Júli næstkomandi.

Allavega þá leggst þetta mót mjög vel í mig og ég er búinn að bíða eftir þessu í allan vetur!!! ;)

Hvernig leggst þetta í fólk? ;)

<a href=”http://www.linuskautar.is/"> Línuskautar.is</a> og áfram Jakarnir!!!!
x ice.MutaNt