Draumur Canes um að vinna bikarinn eyðilagður <a href="http://www.detroitredwings.com/“> Detroit Red Wings </a> - 3
<a href=”http://www.caneshockey.com/“> Carolina Hurricanes </a> - 1

Carolina Hurricanes sátu á bekknum sínum seint á fimmtudagskvöldinu, horfandi á Red Wings fagna Stanley bikarnum fyrir framan dyggu aðdáendu sína.

Fyrir utan sársaukann sem myndirnar völdu gátu fáir snúið augunum frá. Fyrir 82 leiktíðarleiki og 23 úrslitarleiki fórnaði hver og einn Hurricane líkama sínum á línunni til að gera Stanley bikar drauma sína að veruleika.

Í staðinn gerði mark frá Tomas Holstrom og tvö frá Brendan Shanahan öruggan 3-1 sigur Red Wings í leik 5 sem hreinlega endaði ”töfraleiktíð“ Carolina. Fyrir utan að vera eftir í einvíginu 3-1 hafði ekki neinn einasti leikmaður undirbúið sig fyrir endinn.

”Við komum hér í þeirri trú um að vinna.“ Sagði Paul Maurice, þjálfari Canes. ”Ekki það að við gætum unnið eða að við myndum vinna. Það er eitthvað sem þróast í hópi af mönnum yfir leið þeirra í leiktíðinni. Svo þegar þú tapar þá finnurðu fyrir því.“

En ein staðreynd er sú að Maurice var glaður að sjá leikmenn sína horfa á Red Wings fagna stöðu sinni sem besta liðið fyrir utan sársaukann sem það olli. Hann vil sársaukinn í að enda í öðru sæti brenni í sálum leikmannana í komandi mánuðum og geri þá enn hungraðari í að komast alla leið næstu leiktíð.

”Mér finnst að þeim ætti að líða illa eins mikið og þeir geta.“ Sagði Maurice. ”Ég held að því lengur sem þú finnur fyrir því, því meira heldurðu að það gæti gerst og því meira sem trúir að það myndi gerast.“

Þetta sagði að Carolina eru stoltir menn, jafnvel eftir að hafa tapað úrslitunum.

Hurricanes ýttu Detroit – besta liðið í hokkí í venjulegu leiktíðinni – í erfiða 5 leiki. Bara leikur 4, sem endaði 3-0 f. Detroit var hreinn sigur af vinsælasta liðinu í úrslitunum. Í öllum öðrum leikjum spiluðu Red Wings jafnt í að minssta kosti tvo leikhluta.

”Þú verður að gefa Carolina heiðurinn.“ Sagði Brett Hull, leikmaður Detroits í búningsklefa sigurvegaranna. ”Þeir eru frábært lið og gáfu okkur allt sem við réðum við. Jafnvel fimmtudagskvöld, þegar eiginlega allir – nema Carolina sjálfir – trúðu að öll von væri búin en Hurricanes neituðu að fara hljóðlega.“

Red Wings tóku 2-0 forystu í öðrum leikhluta. Fyrsta markið var frá Tomas Holstrom og seinna markið var Powerplay mark frá Brendan Shanahan. ”Joe Louis Arena crowd smelled blood“ er þeir trúðu að liðið sitt væri búið að vinna sinn þriðja titil á sex árum er Shanahan skoraði.

En aðdáendurnir hefðu átt að þekkja Hurricanes betur en þetta eftir fyrstu fjóra leikina af einvíginu.

Jeff O'Neill, besti leikmaður Carolina í úrslitunum skaut laser-skoti fram hjá Dominik Hasek á seinustu mínútum í öðrum leikhluta til að gera stöðuna 2-1.

Með nýju stöðuna kom Carolina í þriðja leikhluta og pressaði meira á Red Wings en fundu ekki lykilinn til að brjóta upp vörn Red Wings eða sigra Hasek sem leyfði aðeins eitt mark í seinustu 187 mínútum í leik milli þessa tveggja liða.

”Jæja, svona komumst við hingað.“ Sagði Maurice af aldrei-segja-að-við-séum-dauðir skapi. ”Það virtist eins og hver leikur og í hverju einvígi. Við ýttum fast. Það er ekkert eftir í því herbergi. Þeir hafa ekki meira til að gefa neinum. Við komum bara út stutt á móti góðu liði."

Og á meðan það er engin skömm í því þá er helvíti mikill sársauki í því. Horfandi inní augun á vonsviknu Hurricanes leikmenn sagði söguna betur en nokkur orð gætu.

Mjög leitt fyrir Hurrcanes að tapa þessu eftir að hafa komist svona langt. Gangi þeim betur næstu leiktíð.

3 Stars:

1. Brendan Shanahan DET, tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið.
2. Dominik Hasek DET, stóð sig mjög vel í marki og vann sinn fyrsta Stanley bikar.
3. Tomas Holmstrom DET, skoraði byrjunarmarkið og kom Red Wings af stað með mörkin!

Bless, bless, kæra leiktíð!
x ice.MutaNt