Red Wings jafna seríuna í 3-3 Dominik Hasek gagnrýndi liðsfélaga sína eftir að hafa tapað hverjum leiknum á fætur öðrum í úrslitum vesturdeildarinnar. Hann tók málið í sínar eigin hendur þetta skiptið.

Hasek varði 24 skot og Brendan Shanahan tóks loksins að skora eftir langt tímabil án marka hjá sér. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Red Wings á Colorado Avalanche, sem jafnaði seríuna í 3-3. Leikur 7 verður í kvöld, föstudag, í Detroit.

“Það að spila undir pressu, það lætur manni líða svo vel þegar maður vinnur leikinn,” sagði Hasek.

Eftir 2-1 tap í framlengingu í leik 5, annað tap Detroit í röð, sagði Haek að liðsfélagar hans væru að gera of mörg andleg mistök.

Í leik 6, gerði Hasek mörg tilþrif sem varð til þess að hann náði sínu 4. “shutout” í úrlsitakeppninni í ár og 10. á ferli sínum.

“Þeir fengu sín tækifæri, en Dominik stóð sig frábærlega þegar þess var þörf,” sagði Chris Chelios í Detroit.

Detroit unnu loksins leik eftir að hafa horft uppá útrýmingu úr úrslitakeppninni. Útkoman kom seríunni í “winner-takes-all” aðstöðu með 7. leiknum.

“Við erum ekki ánægðir með að þurfa að fara aftur til Detroit,” sagði markmaðurinn hjá Colorado, Patrik Roy. “Það er stór áskorun, en það hefur verið þannig hjá okkur allt árið. Við höfum átt erfitt með að auðvelda hlutina fyrir okkur.” Shanahan hafði verið gagnrýndur fyrir að skora alltof lítið og varð miður sín eftir að hafa skotið í stöng þegar rúmlega 2 mínútur voru eftir af leik 5, sem Detroit vann 2-1 í framlengingu.

Hann bætti fyrir það þegar 38 sekúndur voru eftir af 1. leikhluta með því að skora sitt fyrsta mark síðan í leik 4 gegn St. Louis í undanúrslitum vesturdeildarinnar.

“Maður hugsar um einhverja góða hluti þegar maður hittir í stöng eða rétt framhjá, en samt er það mjög ergjandi,” sagði Shanahan, sem hefur skorað 5 mörk í úrslitakeppninni. “Ég vildi hafa þetta stórt kvöld fyrir mig, en ég held að þetta hefi ekki verið kvöld fyrir persónulegan gróða.” Roy lifti hanskanum, hugsandi um að hann hefði náð skoti Yzerman's, en pökkurinn fór í ísinn og Shanahan ýtti honum inn. Roy reyndi aðeins að mótmæla markinu, en lagðist svo á grúfu með hausinn hulinn í hönskunum.

“Við vorum heppnir að dómararnir vissu að pökkurinn væri ekki í hanskanum og flautuðu ekki á ”face-off,“ sagði Yzerman. ”hann rakst bara í hanskan og fór síðan niður á ísinn, í staðinn fyrir að haldast í hanskanum.“ Þetta var í fyrsta skiptið sem Detroit skoruðu fyrsta markið í leik, í þessari seríu, og þetta var líka fyrsta forystan sem þeir höfðu fengið síðan í 3. leikhluta í 1. leiknum.

Darren McCarty skoraði gullfallegt mark! Og kom stöðunni í 2-0 þegar 6:33 voru eftir af 2. leikhluta, Peter Forsberg náði ekki að talka við sendingu til baka frá Martin Skoula í varnarsvæði Detroit's.

McCarty skaut framhjá Roy kylfumegin frá vinstri ”face-off“ hring á hraðaupphlaupi, og skoraði sitt 1. mark síðan hann gerði þrennu eða ”hat-trick“ í 3. leikhluta í leik 1

Bob Harltey þjalfari Colorado, reyndi að fá penalty dæmt á Hasek í 2. leikhluta, þegar hann bað dómarana að mæla breiddina á kylfunni hjá Hasek, ef að breiddin hefði verið of stór hefðu Colorado fengið ”power-play“ en ef að hún væri með löglega breidd, sem reyndist vera, þá misstu þeir útaf mann. Með þessu eyðilögðu Colorado ”power-play“ hjá sér og misstu mann útaf, en hefði þetta tekist þá hefðu þeir fengið 5on3 ”power-play“ sem hefði verið gott til að minnka muninn.

Dómararnir sögðu að kylfan væri innan við 4 1/2 tommu takmörkin, sem þýddi að Colorado misstu mann útaf í 2 mínútur.

”Við fengum upplýsingar um að Hasek væri með ólöglega breiða kylfu, og undir 2-0 í “power-play” fannst okkur vera tilvalið að að láta reyna á þetta,“ sagði Hartley. ”Stundum í leikjum þá þarf maður að reyna einhverja hluti sem gætu virkað. Til allrar óhamingju fyrir okkur þá virkaði þetta ekki.“ Colorado þurftu að færa varnarmanninn Pascal Trepanier í sókn fyrir leik 6 vegna meiðsla hjá Mike Keane, Dan Hinote og Alex Tanguay. Það versnaði í 2. leikhluta þegar sóknarmaðurinn Stephane Yelle tognaði á háls eftir árekstur við Steve Duchesne í Detroit.

”We will never use injuries as an excuse,“ Hartley said. ”We are a very proud organization, and we are going to battle to the last second. We are going to Detroit with the firm intention of coming back here for the finals.“

”Við munum aldrei nota meiðsli sem afsökun,“ sagði Hartely. ”Við erum mjög stolt félag, og við munum berjast til síðasta blóðdropa. Við munum fara til Detroit ákveðnir í að koma til baka með úrslitin framundan!