Sundin stefnir á sigur Flestar stjörnur í íþróttum hafa smá “egó”, sérstaklega þegar kemur að undanúrslitunum, en ekki Mats Sundin. Þessi fyrirliði Toronto Maple Leafs er ekki einungis fordæmi fyrir aðra leikmenn, heldur er hann einnig einn óeigingjarnasti leikmaðurinn í deildinni.

Hann sannaði mál sitt í þessari vikur þegar hann tjáði áhyggjur sínar um Fyrstu línu liðsins. Hann vildi ekki segja yfirmanni sínum, þjálfaranum Pat Quinn hvernig hann ætti að stjórna liði sínu, en hann sagði hinsvegar að hann yrði sáttur ef að Fyrsta lína liðsins, samanskipuð af Gary Roberts, Alyn McCauley og Jonas Hoglund sæti óhreyfð. Og fyrst hann væri að láta fyrstu línuna vera, þá gæti hann gert hið sama með aðra línu.

“Það kæmi mér í uppnám ef að fyrstu línunni yrði breytt” Sagði Sundin við Ken Campbell, fréttamann Toronto Star. “Ég tel þá hafa spilað vel og mér finnst að Alyn, Gary og Jonas ættu að vera óhreyfðir í fyrstu línu, og ég tel það sama með línu Alex Mogilny's. Ég tel það svo vera komið undir okkur hinum að aðlagast og sjá hvað við getum gert á öðum línum.”

Sundin reynir að sjá frá því sjónarhorni að liðið hefur unnið tvær playoff seríur án hans í liðinu. Aðaláhyggjuefni hans er samsetning liðsins, og hann vill ekki vera sá sem kemur henni úr jafnvægi með því að ýta leikmönnum til og frá, því að með fjarveru hans hafa þeir unnið sér inn meiri ábyrgð, samhliða sigrum bæði í liðinu og milli leikmanna með þessari nýju upröðun leikmannanna.

En Sundin veit einnig að nú þegar hann er snúinn aftur frá meiðslum, þurfa Toronto Maple Leafs að fá aftur sama gamla stjörnuleikmanninn sem hann hefur alltaf verið. Nú sérstaklega fyrst þeir eru að horfa framá að spila um Stanley Cup. En hann getur ekki komist aftur í það form þegar hann spilar bara 16:42 eins og í leik Toronto gegn Carolina sem endaði með 2-1 tapi fyrir Toronto, í öðrum leik liðanna á síðasta Sunnudag.

Í þessum sama leik spilaði Travis Green í yfir 30 mínútur, McCauley spilaði í nærri 25 og Shayne Corson var skráður á rúmlega 26 mínútur. Hurricanes, sem komu í Air Canada Centre í kvöld til að spila 3 leik seríunnar, spila með allar fjórar línurnar vel mannaðar og mun þeim án efa takast að þreyta lið Toronto þegar líður á seríuna.

Quinn ýjaði að því hinsvegar í gær að Sundin kæmi til með að spila stærra hlutverk í kvöld heldur en hann gerði í öðrum leik liðanna, þar sem hann byrjaði fyrir miðju milli Darcy Tucker og Tie Domi, og lauk á hægri kant með Robert Reichel í miðju og Alexei Ponikarovsky á vinstri kant.

“Ég er ekki viss hvað ég ætla að gera.” Sagði Quinn. “Það gæti þýtt að ég þyrfti að færa aðeins til í línunum, þarmeðtalið línu McCauley's, eða bara línu hvers sem er. Ef við ætlum okkur að setja saman lið sem getur framkvæmt hlutina, þá þýðir það að maður þarf stundum að færa fólk til. Ég tel að í þessu máli, að maður ætti ekki að setja upp óhagganlegar aðstæður ef að eitthvað betra kemur úr því að breyta þeim.

”Hann hefur verið aðalleikmaður okkar allt tímabilið, og þú getur verið viss um að hann mun gefa allt sem hann getur" Sagði Roberts.

heimildir teknar af www.nhl.com og ég vill þakka Mola fyrir mikinn stuðning við þýðinguna :D