Carolina jafna seríuna Þetta var eins og að koma aftur og snúa við seríunni. Carolina Hurricanes vona að þetta geri það.

Varnarmaðurinn Niclas Wallin skoraði í þriðju mínútu í yfirtíma (overtime) er Carolina Hurricanes eyddu þriggja marka vöntun og unnu Montreal Canadiens 4-3 til að jafna seríuna 2-2.

Jeff O'Neill vann faceoff og sendi hann til baka á Niclas Wallin sem tók úlniðarskot (wristshot) sem komst hjá Jose Theodore til að gera sitt fyrsta feril mark í úrslitunum.

“Ég sá netið og bara skaut á Theodore.” Sagði Wallin. “Ég held að hann hafi ekki séð pökkinn. Theodore er ekki ósigrandi, hann getur ekki stoppað allt.”

Carolina var undir 3-0 eftir tvo leikhluta áður en varnarmaðurinn Sean Hill skoraði power-play mark þegar 4 mínútur voru búnar af þriðja leikhluta og gaf Carolina von um að vinna.

Bates Battaglia, sem skoraði eina mark Carolina í leik þrjú skoraði þegar 7 mínútur voru eftir til að gera stöðuna 3-2 áður en nýliðinn Erik Cole þagnaði í áhorfendum í Molson Centre með því að skora jöfnunarmarkið þegar 41 sekúndur voru eftir.

Andreas Dackell, Yanic Perreault og Sergei Berezin skoruðu mörkin fyrir Montreal.

Með þessum sigri þá er serían jöfn 2-2.

Carolina 2 - 2 Montreal
Toronto 2 - 2 Ottawa
———————-
Detroit 3 - 1 St. Louis
Colorado 2 - 2 San Jose.
x ice.MutaNt