Bill Barber, þjálfari Flyers rekinn! Það er bara alltaf verið að reka þjálfara ef þeir tapa!

Philadelpha Flyers ráku aðalþjálfarann, Bill Barber á þriðjudaginn, fjórum dögum eftir að Flyers voru útrýmdir úr fyrstu
lotu úrslitana á móti Ottawa Senators.

Framkvæmdastjóri Flyers, Bob Clarke sagði að leikmennirnir höfðu misst virðinguna á Barber en honum verður boðið nýtt starf með félaginu.

“Við fundum bara að það væri ekki hægt að laga sárin sem höfðu skapast á milli leikmannana og þjálfarans.” Sagði Bob Clarke.

Nokkrir af leikmönnunum höfðu kvartað útaf leikkerfi Barber's passaði ekki alveg inní hæfileika þeirra og að hann hafi verið mjög gagnrýninn á bekknum þegar þeir voru að spila.

Þeir sögðu líka að hann neitaði að æfa Powerplay'ið en Flyers eru þriðju verstu með einum manni fleiri.

Flyers voru með 97 stig þessa leiktíð og unnu Atlantic úthlutunina (division). Ég skrifaði reyndar um það fyrr.

Kona Barbers dó úr krabbameini í Desember árið 2001 og hann hélt áfram að vinna á meðan hann syrgði dauða hennar.

Þeir fóru inní úrslitin og luku þeim með 2-7-1 og skoruðu aðeins tvö mörk í fimm leikjum á móti Ottawa Senators. Þeir voru útrýmdir í sex leikjum í fyrra á móti Buffalo Sabres í fyrstu lotu.

Jæja ég held að þetta séu nægar upplýsingar. ;D En vonandi fá þeir betri þjálfara næstu leiktíð svo allt fari ekki í hakk…

Takk fyrir, MutaNt
x ice.MutaNt