Saga íshokkí Íshokkí varð til á miðjum níunda áratugum í framhaldi af ensku landhokkíi og lacrosse, og hafi breiðst út um Kanada með breskum hermönnum um miðja nítjándu öldina. Rannsóknir hafa síðan bent
á leik svipaðan hokkí sem var spilaður snemma á nítjándu öldinni í Nova Scotia af Micmac indíánum.
Íshokkí virðist hafa verið undir miklum áhrifum af írska leiknum hurling þar sem notað er “hurley” (kylfa) og ferkantað tréstykki í staðinn fyrir bolta. Leikmenn yfirfærðu reglur úr landhokkí yfir
þeirra leik til dæmis “the bully” sem síðar varð kallað “face-off”. Þaðan kom svo leikur sem var kallaður shinny eða shinty, sem
var spilaður á ís. Nafnið hokkí eða hockey kemur af franska orðinu hoquet (fjárhirðastafur).Í fyrstu hokkíleikjunum var leyft allt
að 30 leikmenn í hvoru liði og mörkin voru þá tveir steinar, einn frosinn við hvorn enda íssins.
Pökkurinn varð notaður í fyrsta sinn í Kingston árið 1860.Fyrsti skráði innanhúss hokkí leikurinn var haldin í Victria skautahöllinni í Montreal árið 1875 og spiluðu þar tvö lið úr
McGill Háskólnum og var mestmegnis spilað eftir reglum fengnum að láni úr landhokkíi. Fyrsta skipulagða liðið, the McGill University Hockey Club, settu á þá reglu að ekki væru nema níu leikmenn í hvoru liði. Seint á nítjandu öld keppti hokkí orðið við lacrosse sem vinsælasta íþróttin í Kanada. Fyrstu hokkísamtökin The Amateur
Hockey Association (AHA) í Kanada voru stofnuð í Montreal 1885 og
sama ár var fyrsta deildin stofnuð í Kingston og voru í henni fjögur lið: the Kingston Hockey Club, Queen's University, the Kingston Athletics og the Royal Military Collage og unnu Queen's 3-1 sigur á Athletics í fyrsta úrslita leiknum.
Árið 1892 gaf Fredrick Arthur, Lord Stanley og Preston bikar sem besta lið Kanada skildi hljóta og fékk bikarinn nafnið Stanley bikarinn eða Stanley Cup og var fyrst spilað um hann 1893-94.
Fystu sigurvegaranir urðu Montreal Amateur Assiciation team, síðan 1917 hefur bikarinn farið til sigurvegara í NHL(sjá saga NHL) úrslitunum.
Árið 1899 var the Canadian Amateur Hockey League stofnuð. Á þessum tíma voru aðeins áhuga spilarar í hokkíinu enda þótti ekki herramannlegt að biðja um laun fyrir íþróttaiðkun. Fyrstu atvinnumanna liðið var stofnað í Bandaríkjunum árið 1903 í Hughton.
Liðið the Portage Lakers var í eigu tannlæknis að nafni J.L. Gibson sem flutti inn kanadíska leikmenn. 1904 stofnaði Gibson fyrstu atvinnudeildina the International Pro Hockey League.
Kanadamenn samþykktu atvinnu Hokkí árið 1908 þegar the Ontario Professional Hockey League var stofnuð. Á þeim tíma var Kanada orðið miðja hokkí heimsins.
The National Hockey Association(NHA), fyrirrennari the National Hockey League, var stofnað 1910 og var sterkasta sambandið í Norður Ameríku.
Aukinn áhugi á leiknum olli vandraæðum þar sem ekki voru til margir gervi-ís vellir. Árið 1911 stofnuðu Josheph Patrik og synir hans the Pacific Coast Hockey Association (PCHA) og byggðu tvær lokaðar skautahallir.
The PCHA blandaðist í peninga og leikmanna stríð við NHA. Þó að NHA væri stærri deild þá urðu til í PCHA margar þær breitingar sem bættu leikinn.
Eina róttæka breitingin sem kom frá NHA var að fækka mönnum í sex í liði (reyndar til að spara pening). Vesturdeildin hélt sig við sjö menn en leyfði markmanni að beygja sig eða skutla sér til að stopa pökkinn, þeir breittu einnig rangstöðu reglunni með skiptingu vallarins í þrjú svæði. Þeir breyttu stigagjöf fyrir stoðsendingar og tóku upp númeraða keppnisbúninga.
Það var svo árið 1917 sem the National Hockey League(NHL) var stofnuð en það var í framhaldi af því að NHA var lagt niður. Árið 1924 kom fyrsta Bandaríska liðið inní deildina en það var Boston Bruins, í kjölfarið fylgdu svo New York Americans, Pittsburg Pirates, New York Rangers, Chicago Blackhawks og Detroit Cougars(síðar Red Wings). Til að styrkja nýju liðin keypti NHL Patrics deildina árið 1926 á 250.000 dollara. Pittsburgh og New York Americans duttu út úr deildinni og þar til 1967 voru í deildinni sex lið: Rangers, Bruins, Black Hawks, Red Wings, Toronto Maple Leafs og Montreal Canadiens.
Árið 1967 fjögaði liðunum í NHL í 12 og er það mesta stækkun í sögu atvinnumanna íþrótta. Ný deild the World Hockey Association(WHA) var stofnuð 1972.
Árið 1979 runnu þær saman í eina 21 liðs deild.
Á alþjóðavetvangi var aðalega um áhugamanna hokkí að ræða. Deildakeppni áhugamanna í Englandi hófst 1903. The International Ice Hockey Federation (IIHF) var stofnað í Evrópu 1908. Stofn þjóðir voru Stóra-Bretland, Bohemia, Swiss. Frakkland og Belgía. Fyrsta Evrópukeppnin var haldin í Avants í Sviss árið 1910 og urðu Bretar sigurvegarar. Samtökun breiddust svo út á heimsvísu. Kanadmenn urðu fyrstu ólympíumeistararninr 1920, fyrstu heimsmeistararnir og unnu á fyrstu vetrar ólympíuleikunum 1924 og héldu bæði heimsmeistara og ólympíumeistatitlinum til 1936 þegar Bretar náðu að vinna. 1963 hófst svo löng sigurganga Sovétmanna. Fyrir utan aukinn fjölda liða var lítið um breytingar í evrópsku íshokkíi.

Takk fyrir, MutaNt
x ice.MutaNt