Jakarnir tapa sínum fyrsta leik... Jakarnir - 4

Björninn - 10

Opnunarleikur Egilshallar í íshokkí var laugardaginn 11 Okt. síðastliðinn og mættust þar Jakarnir frá Vestmannaeyjum og 3. flokkur Bjarnarins.

Voru Jakarnir mættir með 11 manna lið en fengu lánsmenn til að fylla uppí liðið.

Leikurinn byrjaði rólega en létu menn finna fyrir sér en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir 3 mínútur og voru það Bjarnarmenn sem skoruðu fyrsta markið. Birgir Jakob Hansen lét strax heyra í sér með fyrsta markinu en hann var ekki búinn, hann skoraði heil 4 mörk í leiknum og eitt þar sem hann skaut pökknum gegnum klobbann á sér :D Frábærlega gert hjá honum.

Stuttu eftir það fékk Trausti Bergmann, leikmaður Jakanna á sig brot og var sendur í boxið en Jakarnir stóðu sig þar og héldu markinu auðu á meðan hann fékk að dúsa

Leikurinn gekk bara sæmilega vel eftir þetta og var ekki skorað annað markið fyrr en 13 mínútum seinna og var þar Hjörtur Geir Björnsson að verki og staðan orðin 2-0, Birninum í hag.

Sturla Snær Magnússon kom svo Birninum í 3-0 og þá var fyrsta leikhluta búið.

Eftir smáhlé byrjaði annar leikhluti og þá byrjaði sko aðal markaregnið! Skoruð voru heil 5 mörk í þeim leikhluta og fyrir Jakanna voru það Trausti Bergmann og Viktor Höskuldsson en fyrir Björninn voru það Birgir Hansen með tvö og Bergur Bergmann og þá staðan orðin 6-2 fyrir Birnunum en Jakarnir voru ekki búnir að gefast upp!

Komu spenntir og brjálaðir inní 3 leikhluta og reyndu sem best að halda mörkunum sem minnst en tókst ekki mjög vel, skoruð voru 4 mörk á þá en náðu bara að svara með tveimur og lokastaðan 10-4 fyrir Birninum.

Samt sem áður var þetta mjög skemmtilegur leikur og skemmtum við Jakarnir okkur mjög vel og viljum þakka öllum leikmönnum Bjarnarins fyrir frábæran leik og síðast en ekki síst Magnúsi Jónassyni og stjórn Bjarnarins fyrir að halda þennan leik og að leyfa okkur koma að spila okkar fyrsta íshokkíleik.

Þið voruð öll frábær þarna í Reykjavík og bara þakka ykkur fyrir.

Sigurður Einisson, fyrirliði Jakanna og aðalþjálfari.
x ice.MutaNt