Reykjavík, 19-5-2003

Framkvæmdastjórn ÍSÍ,
co/ Ellert B.Schram, forseti,
Íþróttamiðstöðinni Laugardal,
104 Reykjavík.

Efni:
<b>Skautaþing á Akureyri 17. maí 2003:</b>

Vegna niðurstöðu stjórnarkjörs í íshokkídeild ÍSS á nýafstöðnu Skautaþingi, vilja stjórnir Bjarnarins árétta eftirfarandi:

Allt frá stofnun ÍSS árið 1995, hefur verið í gildi samkomulag félaganna þriggja sem mynda ÍSS, um stjórnarkjör íshokkídeildar.
Í fimm manna stjórn deildarinnar, fær það félag sem einn mann hefur formennsku í stjórninni, hin félögin fá tvo menn hvort félag.
Þótti þetta réttlát skipting valda milli félaganna þriggja.
Samkomulagið hefur ætíð síðan verið haldið og gafst að okkar mati vel.
Á Skautaþingi í fyrra, var enn kosið til stjórnar íshokkídeildar samkvæmt þessari reglu, þ.e. SR fékk tvo menn, SA tvo og Björninn einn mann.
SR og SA höfðu því fjóra menn af fimm í stjórn íshokkídeildar.
Fyrir þingið í fyrra hafði Viðar Garðarson SR tilkynnt framboð sitt til formanns íshokkídeildar.
Skautaþingið 2002 kaus hinsvegar til stjórnar samkvæmt samkomulaginu, Björninn fékk einn mann, SR tvo og SA tvo.
Björninn gekk því út frá því að við samkomulagið yrði staðið, þar sem ekkert annað hafði komið fram á þinginu.
Á fyrsta stjórnarfundi íshokkídeildar í fyrrahaust, tilkynnti Viðar Garðarsson SR að hann biði sig enn fram til formanns og lýsti hann því jafnframt yfir að samkomlag félaganna þriggja væri hvergi til “skriflegt”!
Viðar hafði stuðning tveggja fulltrúa Akureyrar í málinu, en hinn fulltrúi SR í stjórninni Bjarni Bjarnason, lýsti því strax yfir að hann vildi að við samkomlag félaganna yrði staðið.
Eftir langt þóf varð niðurstaðan sú að staðið yrði við samkomulagið, en að Magnús Jónasson myndi lýsa því yfir að hann hyggðist hætta sem formaður að ári.
Jafnframt að hann myndi þá styðja það að Viðar Garðarsson tæki við formennskunni.

Á sameiginlegum fundi allra stjórna Bjarnarins í apríl síðastliðnum, þ.e. aðalstjórnar, stjórnar íshokkídeildar, stjórnar listskautadeildar og stjórnar foreldrafélags Bjarnarins, var fjallað um stjórnarkjör á Skautaþingi sem í hönd færi.

Skýrði Magnús frá yfirlýsingunni og stuðningi við framboð Viðars Garðarssonar til formanns ÍHÍ.

Fundurinn lýsti furðu sinni á tilurð “stuðningsins” og hafnaði honum alfarið.
Skoraði fundurinn jafnframt á Magnús að gefa áfram kost á sér til áframhaldandi formannssetu í ÍHÍ.
Magnús benti á að ekki væri enn ákveðið hvort Björninn fengi einn eða tvo menn í stjórn ÍHÍ.
Ef niðurstaðan yrði sú að Björninn færi ekki með formennsku í nýrri stjórn, ætti félagið að fá tvo fulltrúa, samkvæmt samkomulaginu margnefnda.
Ákvað fundurinn þá að Bjarni Grímsson yrði annar fulltrúi Bjarnarins og kæmi annaðhvort inn sem annar maður í stjórn, eða sem fyrsti varamaður stjórnar, ef formennskan yrði áfram hjá Birninum.

Þessi ákvörðun stjórna Bjarnarins var síðan tilkynnt kjörnefnd ÍSS.

Þegar að kosningu stjórnar kom á Skautaþinginu, var ljóst að ekki myndi nást samkomulag vegna stjórnarkjörsins.
SR og SA voru tilbúin til þess að standa við 1-2-2 samkomulagið,
ef Magnús Jónasson yrði ekki í kjöri, annars ekki!
Þau vildu m.ö.o. ráða því hvaða menn Björninn biði til stjórnarstarfa!
Þessu var umsvifalaust hafnað og ítrekað af Bjarnarins hálfu að Magnús og Bjarni væru frambjóðendur félagsins, aðrir ekki.
Þess var einnig getið að báðir kostir stjórnarskipunar væru Birninum aðgengilegir.
Ef félagið fengi einn fulltrúa, yrði það Magnús og yrði hann þá áfram formaður.
Ef menn vildu hinsvegar annan formann, fengi Björninn tvo menn, þá Magnús og Bjarna.
Þessu hafnaði meirihluti kjörnefndar og bað um það að annar en Magnús yrði boðinn fram. Enn var bent á stjórnarsamþykkt Bjarnarins.

Ítrekaði fulltrúi Bjarnarins í kjörnefndinni að Björninn bæri fram tvo menn til stjórnar, Magnús og Bjarna.

Meirihluti kjörnefndar, þ.e. fulltrúar SR og SA lögðu síðan til fimm menn í stjórn, þrjá frá SR og tvo frá SA. Einnig kom fram að Björninn bæri þá Magnús og Bjarna fram til stjórnarstarfa.
Þingið samþykkti síðan tillögu meirihluta kjörnefndar.

Þetta er að sjálfsögðu lýðræðislega að verki staðið, þ.e. að meirihlutinn ráði og er ekki gerð athugasemd við það að hálfu Bjarnarins.

Lýðræðið er hinsvegar tvíeggjað sverð.
Það að eingöngu tvö félög skipi stjórn íshokkídeildar er ekki ásættanlegt í samstarfi þriggja félaga.
Eins er það ótækt, að tvö félög vilji ráða því hverjir sitji í stjórn fyrir þriðja félagið.

Það er skýlaus krafa Bjarnarins að réttur félagsins til þess að tilnefna menn til trúnaðarstarfa fyrir þess hönd, sé virtur.
Björninn hefur aldrei sett fram kröfur til hinna félaganna um tilnefningar þeirra í stjórn ÍHÍ.

Hinsvegar bentum við á það, að okkur fyndist það ganga illa, að stjórnarmenn í íshokkísambandinu væru jafnframt leikmenn félaga sinna, eins og SA hefur boðið uppá síðustu tvö ár. Ekki var það þó sett fram sem skilyrði til stjórnarsetu manna af okkar hálfu.

Samtök sem ÍSS, þar sem aðeins þrjú félög mynda sambandið, eru háð því að allir vinni saman og að sanngirni sé gætt í samsetningu stjórna.
Ekkert annað er mögulegt.
Íslandsmót, landslið, dómara, kynningar og fræðslumál, velta á því að öll félögin taki virkan þátt í starfinu.
Sex ára þrotlausu starfi innan Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) er nú stefnt í hættu og þeir miklu möguleikar til meiri áhrifa innan IIHF sem voru að skapast eru að engu hafðir. Allt starf innanlands er einnig í voða.
Málefni og umræða um þau eru látin lönd og leið og skipta engu.

Ef menn vilja hinsvegar “beita lýðræðinu”, að tvö félög neyti aflsmuna og útiloki þriðja félagið frá stjórnarsetu, þá hljóta þeir einnig að samþykkja að til verði “stjórnarandstaða”.
Það er hluti þess þegar “meirihlutastjórnir” eru myndaðar í lýðræðisumhverfi.

Björninn mun því nú fara í harða en málefnalega “stjórnarandstöðu” í íshokkísambandinu, samkvæmt hefðum “lýðræðisins”.
Félagið mun beita öllum löglegum ráðum til þess að koma nýkjörinni stjórn frá. Einnig vill félagið að samvinna allra félaga innan íshokkísambandsins verði aftur tekin upp í stjórn þess.

Eins og sést á meðfylgjandi skipuriti ÍHÍ dreifðist vinna sambandsins á alla stjórnarmenn, mismikið þó.
Mesta vinnan var á höndum formanns og varaformanns og skipting verka skýr.
Engin mál sem stjórnarmenn komu fram með og vildu vinna að, voru stöðvuð í fyrrverandi stjórn.

Það er skilda þeirra sem að stjórnun íþróttasamtaka koma að sýna sanngirni og samvinnu, þoka málum áfram, efla starf, uppbyggingu og samstöðu hreyfingarinnar.
Erfitt er að sjá hvernig þessi gjörningur geti orðið til þess.

Mikið starf hefur verið unnið í stjórn ÍHÍ undanfarin ár við uppbyggingu og eflingu íshokkííþróttarinnar, eins og dæmin sanna.
Mörg mál voru þar í farvatninu til frekari sóknar fyrir íþróttina, bæði innanlands sem utan. Allir sem höfðu góð mál í fartaski sínu og vildu vinna þeim framgang, gátu komið þeim áfram, án tillits til titla innan okkar raða.
Þetta höfum við Bjarnarmenn lagt mikla áherslu á.

Óttumst við, að nú fari hreyfingin aftur á byrjunarreit og jafnvel að henni sé ekki langra lífdaga auðið.
Öllu samstarfi síðustu sex ára virðist fórnandi fyrir formannssæti íshokkídeildar.

Það sem meira er, “Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn” vilja fá að ráða því hverjir eru í framboði fyrir “Samfylkinguna” !

Björninn hefur allt frá stofnun 1990, verið leiðandi í nýjungum í starfi skautafélaganna:

Björninn stofnaði fyrstu listskautadeildina hérlendis 1992 og réð erlendan þjálfara.
Björninn stofnaði fyrsta kvennaliðið í íshokkí árið1999.
Björninn beitti sé fyrir byggingu skautahallar í Grafarvogi árið 2000.
Björninn stofnaði fyrsta alþjóða skautaskólann hérlendis árið 2000.
Björninn stóð fyrst félaga fyrir alþjóðamóti hérlendis árið 2002 (Björninn Cup).
Björninn stofnaði fyrstu línuskautadeildina hérlendis árið 2003.
Björninn er stærsta aðildarfélag Skautasambands Íslands.

Hjálögð er ársskýrsla ÍHÍ fyrir árið 2003.

Biðjum við Framkvæmdarstjórn ÍSÍ um að kynna sér hana til þess að fá sem gleggsta mynd af starfinu.
Bendum við sérstaklega á skipurit ÍHÍ.

Allar stjórnir Bjarnarins óska eftir því að ÍSÍ beiti sér nú þegar fyrir því að átta ára starf ÍHÍ verði ekki lagt í rúst í einu vetvangi, eins og nú blasir við.



Fh. stjórnar íshokkídeildar,
Arnheiður Vala Magnúsdóttir, form.

f.h.listskautadeildar,
Björgvin Sigurðsson, form.

f.h. stjórnar foreldrafélags,
Soffía Traustadóttir, form

f.h. aðalstjórnar,
Magnús Jónasson, form.
x ice.MutaNt