Já það er alveg satt, spennan er í hámarki hérna og það er nóg eftir af sumrinu! Síðastliðna helgi (6-8 Júní) lögðu Jakarnir land undir fót kepptu nokkra leiki við liðin á meginlandinu og heppnaðist allt saman mjög vel nema það hefðu mátt vera fleiri lið!!

En það skiptir litlu máli því að veðrið var gott og náðum við að spila :D

En hér koma úrslitin:

Leikur 1, Jakarnir vs. Agulias, 3-4. Diego (3/0), Árni Óli (1/1), Óskar (1/0) & Ég (1/0).

Leikur 2, Jakarnir vs. Djöflagangur, 6-6. Ég (4/2), Gauti (4/1), Steinar (2/1), Guðjón (2/1).

Leikur 3, Djöflagangur vs. Agulias, 13-6. Steinar (4/6), Gauti (7/8), Diego (6/0), Ég var lánsmaður og skoraði 2 mörk.

Leikur 4, Jakarnir vs. Agulias, 4-3. Ég (2/2), Gaui (2/2), Diego (3/0).

Leikur 5, Djöflagangur vs. Jakarnir, 7-6 OT! Gauti (4/1), Steinar (3/2), Ég (2/2), Árni Óli, (2/2), Gaui (2/1).

Leikur 1: Jakarnir vs. Agulias.

Fyrsti útileikur Jakanna og strax í byrjun þurftu Eyjamenn að taka sig á. Það var ekkert samspil, enginn að tala saman og létum við Agulias hreinlega valta yfir okkur þótt að það var ekkert mikið skorað. Diego stóð sig eins og hetja í vörn og eiga Agulias það allt honum að þakka að þeir unnu því að hann var óstöðvandi í vörn og samspilið HÖRMUNG hjá Jökunum. En þeir áttu sigurinn vel skilið og óska ég þeim til hamingju með hann!

Leikur 2: Jakarnir vs. Djöflagangur.

Annar leikur okkar Jakanna og það á móti atvinnumönnum mætti maður segja. Þó að þeir höfðu bara verið 2 að þá fengu þeir lánsmann og það var enginn annar en Diego frá Agulias. Já erfið viðureign en samspilið hjá okkur var þó skárra en síðast og náðum við jafntefli sem er nú bara mjög fínt á móti svona góðu liði. Gauti að sýna útlendingunum hvernig á að spila hokkí og Steinar að grínast hingað og þangað eins og hann er frægur fyrir. En samt sem áður var spilað afbragðs streethokkí og skemmtu menn sér vel þennan dag.

Leikur 3: Djöflagangur vs. Agulias.

Já eins og þið vitið voru Djöflagangur einum manni færri en fengu samt lánsmann og í þetta skipti voru þeir tveir. Fyrsta leikhluta fengu þeir Sigga úr Jökunum og seinni var það Óskar Elías úr sama liði. Heimamenn sýndu enga miskunn og réðust bara á pökkinn og dönsuðu í kringum Agulias leikmenn og skoruðu nokkur flott mörk og sá maður þá að þetta var unninn leikur. En Agulias tóku tapið með stolti og héldu bara áfram að spila og hafa gaman af þessu, einmitt það sem á að gera!! Diego enn og aftur að brillera í vörn og ég væri ekkert á móti því að hafa hann í mínu liði, hann var liðinu sínu til sóma og spilaði frábært hokkí.

Það voru spilaði 2 aðrir leikir þennan dag en þeir voru bara svipaðir og þessir sem voru á undan. En ég verð þó að lýsa yfir ÓÁNÆGJU minni yfir því hvað það mættu fáir Reykvíkingar! Það er alltaf verið að spurja um hvenær mót/in verða og svo loksins þegar maður gerir eitthvað í því að þá mæta bara 2 úr allri höfuðborginni! En vonandi endurtekur þetta sig ekki með mætinguna og vil ég þakka öllum sem tóku þátt!

Áfram Jakarnir!!
x ice.MutaNt