Steve Yzerman - 2. hluti 1988-1989 leiddi Steve þá í annan Norris Division titilinn í röð og setti met hjá liði sínu með 65 mörkum, 90 stoðsendingum = 155 stigum. Hann vann Pearson verðlaunin fyrir að hafa verið valinn mest framúrskarandi leikmaður deildarinnar. Hann lék sínum þriðja All-Star leik. Í 6 úrslitaleikjum var hann með 10 stig, 5 mörk og 5 stoðsendingar.


1989-1990 var Steve með 127 stig fyrir Detroit, 62 mörk og 65 stoðsendingar, þar af 16 power-play mörk, 7 short-handed, 8 mörk sem urðu til sigurs Detroit og heilum 332 skotum á markið. Hann lék í sínum fjórða All-Star leik en misstu Red Wings af úrslitunum.

1991-1992 hjálpaði Steve, Detroit að vinna sinn þriðja Norris Division titil. Hann lék í sínum sjötta All-Star leik og var með 103 stig, 45 mörk, 58 stoðsendingar, 8 af mörkunum voru short-handed, níu urðu til sigurs og var hann með 295 skot á markið. Í úrslitunum var hann með átta stig í 12 leikjum.

1992-1993 lék hann í sínum sjöunda All-Star leik (6 í röð), var með 137 stig, 58 mörk, 79 stoðsendingar, voru 7 af mörkunum short-handed og átti hann 307 skot á markið. Hann var með +33 í +/-. Meðan Detroit lentu í öðru sæti í Norris Division verðlaunum bættu
þeir sig upp í 103 stig og settu nýtt met hjá liðinu með 47 unnum leikjum. 16 febrúar vann Steve leikmaður vikunnar titilinn og var hann með sitt 1000 stig á móti Sabres 23 febrúar og fékk leikmaður
mánaðarins heiðurinn.

1993-1994 missti Steve af 26 leikjum vegna meiðsla en var samt með 82 stig, 24 mörk og 58 stoðsendingar. Þegar hann kom aftur eftir meiðslin skoraði hann í 11 leikjum í röð og 21 febrúar var hann valinn leikmaður vikunnar eftir að hafa verið með 10 stig í aðeins 4 leikjum. Í endanum á árinu höfðu Detroit unnið Central Division titilinn með 100 stigum og 46 unnum leikjum. Í úrslitunum var hann með 4 stig í 3 leikjum.

1994-1995 var stutt leiktíð og var Steve með 38 stig í 47 leikjum og unnu Detroit forseta bikarinn. Í úrslitunum hjálpaði Steve þeim að vinna Clarence Campell Bowl og komust þeir í aðalúrslitin en töpuðu þeim fyrir Devils. Í 15 úrslitaleikjum var Steve með 12 stig.

1995-1996 var Steve fyrirliði Detroit og unnu þeir sinn annan forseta bikar í röð með deildarmeti, 62 unnum leikjum. Steve var með 16 power-play mörk og lenti í öðru sæti í Selke bikarverðlaununum. 17 janúar skoraði hann sitt 500asta mark. Í 18 úrslitaleikjum var hann með 20 stig.

1996-1997 var Steve með 63 stoðsendingar og lék í sínum áttunda All-Star leik. 19 febrúar 1997 lék Steve í sínum 1000asta leik. Þeir unnu Stanley Cup þessa leiktíð. Þetta var í fyrsta skipti í heil 42 ár sem Detrot unnu Stanley Cup. Í 20 leikjum var Steve með 13 stig.

1997-1998 var Steve með 69 stig, 24 mörk og 45 stoðsendingar. Í úrslitunum unnu Detroit Stanley Cup annað árið í röð. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitunum og fékk Conn Smythe bikarinn.

1998-1999 var Steve með 74 stig, þar af 13 power-play mörk. Hann var einnig kosinn til að spila í All-Star leik en gat það ekki vegna meiðsla. Í úrslitunum var Steve með 9 mörk í 10 leikjum.

1999-2000 bættu þeir sig um 15 stig síðan um síðustu leiktíð. Steve var með 79 stig og 15 power-play mörk. Hann lék einnig í sínum níunda All-Star leik og vann sinn fyrsta Selke bikar. Þann fjórða nóvember var Steve með sitt 1500asta stig, þann 24 spilaði hann í sínum 1200asta leik og 26 skoraði hann sitt 600asta mark. Í 8 úrslitaleikjum var Steve með fjórar stoðsendingar.

2000-2001 spilaði Steve aðeins í 54 leikjum og var með 52 stig, 18 mörk og 34 stoðsendingar. 26 janúar komst hann framúr Phil Esposito í sjötta sæti yfir stigahæstu leikmenn allra tíma
með 1591 stig. 23 febrúar var hann með sitt 1600asta stig.


ATH! Ég hef sótt flest allar heimildir um leikmenn sem ég hef skrifað um á <A HREF="http://www.nhlpa.com“title=”nhlpa.com">nhlpa. com</A