Nokkrir punktar um Steve Yzerman:

Nafn: Steve Yzerman
Fæðingardagur: 9 maí, 1965
Fæðingarstaður: Cranbrook, Canada
Hæð: 5-10
Þyngd: 92,5 kg
Skothönd: hægri
Lið: Detroit Red Wings

Allar sínar NHL leiktíðir hefur snillingurinn Steve Yzerman verið hjá þeim í Detroit, hann kom fyrst til þeirra árið 1983, fyrir 20 árum. 5 október sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark. Það kom á móti Jets og var hann einnig með stoðsendingu. Seinna á þeirri leiktíð lék hann í All-Star leik. Í endanum á árinu var hann með met, hann var með flestu stig sem byrjandi hafði fengið 87 stig, 39 mörk og 48 stoðsendingar. Hann var nefndur byrjandi ársins hjá The Sporting News og var rétt á eftir Tom Barrasso með að fá Calder bikarinn. En það sem mikilvægast var að hann bætti Red Wings um heil 12 stig sem varð til þess að þeir komust í úrslitin í fyrsta skipti í 6 ár. Í fjórum úrslitaleikjum var Steve með 6 stig, þrjú mörk og þrjár stoðsendingar.

1984-1985 var Steve með 59 stoðsendingar fyrir Detroit og var jafn öðrum leikmanni í örðu sæti með flestu stigin, 89 stig. Red Wings komust aftur í úrslitin og skoraði Steve tvö mörk í þrem leikjum.

1985-1986 var Steve með 42 stig í 50 leikjum áður en hann braut viðbeinið í sér. Lið hans var með 26 sinnum færri stig heldur en árið áður og komust ekki í úrslitin.

1986-1987 samþykkti Steve að Danny Gare yrði fyrirliði Detroit. Þá leiktíð var hann með 90 stig, 31 mark og 59 stoðsendingar og 217 skot á netið. Detroit voru með 38 stiga bætingu og urðu í öðru sæti í Norris Division.

1987-1988 voru Detroit með 15 stiga bætingu og unnu sér inn Norris Divison titilinn með 41 unnum leikjum og 93 stigum. Steve lék í sínum öðrum All-Star leik og var með 102 stig, 50 mörk og 52 stoðsendingar. Hann var einnig með +30 í +/- þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í 64 leikjum. 1 mars meiddist hann á hægra hné og þurfti því að sleppa seinustu 13 leikjunum í úrslitunum.

Heimildir: <A HREF="http://www.nhlpla.com“title=”flestar heimildir um leikmenn sem ég hef skrifað um eru teknar þarna">nhlpla.com</A