Sergei Fedorov Nokkrir punktar um Sergei:
Nafn: Sergei Fedorov
Hæð: 1,87 m
Þyngd: 100 kg
Skothönd: Vinstri
Staða: Center
Aldur: 34
Fæðingardagur: 13 desember 1969


1989 komu Þeir hjá Detroit Red Wings fyrst auga á snillinginn Sergei Fedorov. Einu ári seinna, 4 október 1990 náði hann sinni fyrstu NHL frumraun með power-play marki á móti Devils. Hann lék 77 leiki, var með 31 mark og 79 stig. Hann vann Calder bikarinn sem besti byrjandi leiktíðarinnar. Í úrslitunum var hann með 6 stig í 7 leikjum.

1991-1992 skoraði Sergei 32 mörk og var með 86 stig þegar Red Wings bættu sig um 22 stig og unnu Norris Division leiktíðar titilinn. Það ár spilaði hann í All-Star leik. Í úrslitunum var hann með 10 stig í 11 leikjum.

1992-1993 skoraði hann 34 mörk og var með 87 stig. Í úrslitunum var hann með 9 stig í 7 leikjum.

1993-1994 bætti Sergei sig alveg svakalega, hann var með 56 mörk, 64 stoðsendingar sem gerðu 120 stig þegar Red Wings unnu Central Division titilinn. Þá leiktíð spilaði Sergei í sínum öðrum All-Star leik. Hann vann Hart bikarinn sem verðmætasti leikmaður deildarinnar og Selke bikarinn sem besti leikmaður í vörninni sem spilaði frammi. Hann var einnig kosinn mest framúrskarandi leikmaður deildarinnar af jafningjum sínum og fyrir það vann hann
Lester B. verðlaunin. Hann skoraði 8 stig í 7 úrslitaleikjum.

Stuttu leiktíðina 1994-1995 skoraði Sergei 20 mörk og var með 50 stig þegar Red Wings unnu Central Division titilinn. Í úrslitunum var Sergei með 17 stoðsendingar og 24 stig þegar Red Wings unnu Clarence Campell Bowl áður en þeir töpuðu fyrir Devils í Stanley
Cup úrslitunum.

1995-1996 leiddi Sergei lið sitt með 39 mörkum og 68 stoðsendingum sem gerðu 107 stig þegar Red Wings unnu Central Divison titilinn og Forseta bikarinn með deildarmeti, heilum 62 unnum leikjum. Sergei spilaði í sínum þriðja All-Star leik og vann sinn annan Selke bikar. Í úrslitunum var hann með 18 stoðsendingar þegar Red Wings komust í Vestur deildar úrslitin en töpuðu þeim fyrir Avalanche.

1996-1997 var Sergei með 30 mörk og 63 stig. Í úrslitunum skoraði hann 8 mörk og var með 20 stig í 20 leikjum þegar Red Wings unnu Clarence Cambell Bowl og Stanley Cup.

1997-1998 eftir að hafa misst af byrjuninni af leiktíðinni var hann með 20 stig þegar Red Wings unnu aftur Clarence Cambell Bowl og Stanley Cup.

1998-1999 skoraði Sergei 26 mörk og var með 63 stig þegar Red Wings unnu Central Division titilinn. Í úrslitunum var Sergei með 9 stig í 10 leikjum.

1999-2000 skoraði Sergei 27 mörk og var með 62 stig. Í úrslitunum var Sergei með 8 stig í 9 leikjum.

2001-2001 leiddi Sergei lið sitt með 32 mörkum og vann liðið Central Division titilinn. Hann var samtals með 69 stig í leiktíðinni og lék í All-Star leik. 20-26 nóvember vann hann
leikmaður vikunnar titilinn eftir að hafa fengið 10 stig í aðeins fjórum leikjum.