Brendan Shanahan Nokkir punktar um Shanahan:

Nafn: Brendan Shanahan

Staða: Hægri vængur

Hæð: u.þ.b. 1,93 m

Þyngd: u.þ.b. 110 kg

Skot: Hægri

Aldur: 34

Fæðingarstaður: Mimico, Ontario

Fæðingardagur: 23 janúar 1969

Númer: #14

Mottó: “It's not so much that we want to win more than everyone else, it's that we believe we are going to win more than everyone else. That's what makes us different from the rest.” ~Brendan Shanahan

1987 fór Brendan Shanahan í fyrsta skipti í NHL til liðsins New Jersey Devils. Hann skoraði sitt fyrsta mark 10 nóvember í leik á móti Rangers. Brendan kláraði árið með 26 stigum sem unglinga byrjandi. Hjálpaði hann liði sínu að komast í úrslitin í fyrsta
skipti í 11 ár.

1988-1989 var Shanahan með 22 mörk og 28 stoðsendingar þegar NJ Devils misstu af úrslitunum.

1989-1990 skoraði Brendan 30 mörk og var með 72 stig og leiddi Devils aftur í úrslitin með nýju meti hjá liði sínu, 83 stig. Í 6 úrslita leikjum var Brendan með 6 stig.

1990-1991 skoraði hann 29 mörk og var með 66 stig. Í úrslitunum var hann með 8 stig í 7 leikjum.

1991, 25 júlí fór Brendan yfir til St. Louis Blues. Í fyrstu leiktíðinni með nýja félaginu skoraði hann 33 mörk og var með 69 stig. Í 6 úrslitaleikjum var hann með 5 stig.

1992-1993 var hann þriðji stigahæsti í liði sínu með 94 stig. Í 11 úrslitaleikjum var hann með fjögur mörk og 7 stig.

1993-1994 skoraði Brendan 52 mörk og var með 102 stig. Hann var einnig með 397 skot á markið. Hann spilaði með All-Star liði og skoraði 2 mörk.

1994-1995 var Brendan með 20 mörk.

1995 27 júlí var Brendan skipt yfir til Hartford Whalers fyrir Chris Pronger. Þá leiktíð leiddi Brendan þá með 44 mörkum og 78 stigum. Hann spilaði einnig í sínum öðrum All-Star leik. Brendan var í öðru sæti í stigahæstu leikmenn Hartford Whalers og var með 280 skot.

1996-1997, 9 október var Brendan skipt til Detroit Red Wings með Brian Glynn fyrir Paul Coffey og Keith Primeau. Skoraði hann 46 mörk hjá Detroit, var með 87 stig og 323 skot á markið. Hann lék líka í sínum þriðja All-Star leik. Brendan hjálpaði þeim að vinna Stanley Cup í úrslitunum á móti Flyers.

1997-1998 lék Brendan í sínum fjórða All-Star leik í röð og leiddi Detroit með 28 mörkum. Í úrslitunum unnu þeir Stanley Cup annað skiptið í röð meðan Brendan var hjá þeim.

1998-1999 spilaði Brendan í sínum fimmta All-Star leik og var með 31 mark hjá Detroit og
288 skot. Í úrslitunum skoraði hann 10 mörk í 10 leikjum

1999-2000, 13da nóvember skoraði Brendan sitt 400asta mark. Hann spilaði í sínum sjötta All-Star leik í röð og var með 41 mark og 283 skot. Í úrslitunum var hann með 5 stig í 9 leikjum.

2000-2001 var Brendan með 76 stig og 278 skot. Í hæfileikakeppninni vann hann verðlaun fyrir mestu hittnina þegar hann hitti fjögur skotmörk af fimm.

2001-2002 skoraði Brendan 37 mörk og var með 75 stig sem leiddi Detroit í forseta bikarinn. Á milli þessarra 75 stiga var hans 500asta mark og hans 1000asta stig á ferli hans.
Hann lék einnig í sínum 7unda All-Star leik í röð og vann gull medalíu sem leikmaður Kanada í Salt Lake City leikjunum í febrúar. Í úrslitunum var Brendan með 19 stig í 23 leikjum þegar Detroit unnu Hurricanes fyrir Stanley Cup bikarinn í þriðja sinn meðan Brendan var hjá þeim.