Wayne Gretzky  [ partur eitt ] Hann varð mest ríkjandi leikmaður í sögu hokkí. Hann gerði met sem enginn leikmaður getur náð í dag og hans leikaðferð var öðruvísi heldur en allt sem fólk hafði séð.

Nokkrir punktar um Wayne:

Nafn: Wayne Gretzky
Staða: Center
Skot: Vinstri
Hæð: 6-0
Þyngd: u.þ.b. 90 kg
Fæðingardagur: 26/1´61
Fæðingarstaður: Brantford, Ontario
Númer: 99
Gælunafn: “The Great One”

Wayne Gretzky er fæddur í Brantford, Ontario þann 26 janúar 1961. Þegar Wayne var 6 ára smíðaði pabbi hans smá kofa í bakgarðinum. Þar skautaði hann klukkutímum saman, alla daga, æfandi sig að höndla kylfuna og læra reglurnar frá föður sínum. Þetta var einskonar sjálfsnám. Frá 6 ára aldri spilaði hann í mörgum liðum með krökkum eldri en hann. Hann skoraði aðeins eitt mark á sínu fyrsta ári, þegar hann lék með 10 ára krökkum. En með hverri leik-
tíð sem lauk jukust hæfileikar hans mjög mikið. Hann skoraði 378 mörk á sínu seinasta ári í Brantford. Hann fékk gælunafnið Hvíti Fellibylurinn (the White Tornado) vegna þess að hann klæddist hvítum hokkíhönskum og vegna hraða hans og leikni.

Þegar hann var 14 ára ákvað hann að þrýstingurinn á hann væri of mikill, að leika í hans litla heimabæ með afbrýðisömum leikmönnum og foreldrum sem gerðu honum lífið leitt. Hann flutti til Toronto og spilaði þar með Toronto Nats. Þegar hann var 15 ára spilaði
hann þrjá leiki með Peterborough Petes í Ontorio hokkí samtökunum sem varamaður, og meira að segja þá var hann farinn að sýna sína hæfileika þrátt fyrir hve ungur hann var. Næsta árið, 1977-1978 var hans eina heila leiktíð í OHA og kláraði hann hana annar á eftir Bobby Smith í Markakeppninni meðan hann lék með Sault Ste. Marie Greyhounds. Það var þar sem hann tók númerið 99 þegar hans uppáhalds tala, 9 var tekin af Brian Gualazzi. Hann spilaði einnig hjá Canada í fyrsta skipti árið 1978 í unglinga og barna keppni.
Þegar hann var 16 ára leiddi hann keppnina með flestum mörkum og var nefndur “the top center”. Þjálfararnir buðu honum í æfingarbúðir liðsins bara vegna þess að hann var stigahæstur í keppninni. Eftir að hafa misst heilan mánuð úr keppninni var hann enn stigahæstur í henni.

Haustið 1978 fór Gretzky yfir til Indianapolis Racers eftir að hafa skrifað undir samning hjá Nelson Skalbania, eiganda liðsins. Gretzky var farið að langa til þess að fara í NHL deildina en aldurstakmarkið var 20 ár. Racers hættu eftir aðeins átta leiki og seldi þjálfari Racers Gretzky yfir til Edmonton Oilers. Í Oilers var hann umkringdur góðum leikmönnum, Mark Messier, Glenn Anderson, Jari Kurri, Paul Coffey og Grant Fuhr. Sem lið settu þeir næstum hvaða markamet sem er í dag.

Þegar Gretzky kom fyrst til Edmonton lofaði þjálfari liðsins honum því að hann yrði fyrirliði liðsins og hann myndi vinna Stanley Cup. Sather vissi hve góður Gretzky gæti orðið. Í sinni fyrstu NHL leiktíð var hann jafn Marcel Dionne í stigum en tapaði Art Ross bikarnum vegna þess að að Marcel var með fleiri mörk. Hann tapaði einnig Calder bikarnum því að þeir sem höfðu verið í WHA voru ekki nýliðar en hann vann Hart bikarinn, í fyrsta skipti að leikmaður sem nýkominn var í NHL deildina vann þann heiður.

Partur tvö mun koma fljótlega.