Patrick Roy valinn leikmaður vikunnar Patrick Roy, sem varð fyrsti markmaðurinn í sögu NHL til að spila 1000 NHL leiki, hefur verið valinn leikmaður vikunnar frá 21-26 Jan. (Kemur dálítið seint inn ;)

Hann vann sóknarmenn Atlanta Trashers Dany Heatley & Vyacheslav Kozlov, varnarmann Washington Capitals Sergei Gonchar og markmann Phoenix Coyotes Zac Bierk til að hneppa þessi verðlaun.

Roy byrjaði vikuna á því að spila sinn 1000asta leik við Dallas Stars og endaði sá leikur með jafntefli. Hann nældi sér síðan í shut-outs á móti Columbus Blue Jackets og Toronto Maple Leafs og er hann núna kominn uppí 63 shut-outs og er jafn Ed Belfour í 11. sæti í metlistanum.

Hann var kosinn af aðdáendum í Stjörnuleikinn og til að byrja inná og var þetta hans 11 skipti í Stjörnuleik.

Colorado Avalanche eru núna í 7. sæti með 58 stig í Vesturdeildinni og stefna auðvitað hærra.
x ice.MutaNt