Miðvikudags hokkí - Brodeur óstöðvandi? NY Islanders - 0

New Jersey Devils - 5

Getið hvað var í gærkvöldi… ESPN Wednesday Night Hockey ;) Ég gat reyndar ekki horft á þetta vegna vinnu en bæti úr því um helgina. Leikirnir sem voru sýndir voru:

Mighty Ducks at Blue Jackets, 4-3
Penguins at Hurricanes, 2-0
Red Wings at Blackhawks, 1-4
Bruins at Panthers, 0-3
Rangers at Capitals, 2-1 OT
Canadiens at Trashers, 0-1
og NY Islanders at Devils sem ég ætla aðeins að fjalla um….

Martin Brodeur er búinn að vera frábær þessa leiktíð fyrir NJ Devils og gerði hann 27 vörslur og var þetta sextugasta (60) “shut-out”'ið (er ekki með orðið á íslensku!) hans. Annað er að segja um Jeff Friesen og Patrik Elias en þeir náðu að skora báðir eftir slaka leiktíð og var tími til kominn. Jamie Langenbrunner var með mark og stoðsendingu í leiknum og með þessum sigri komust Devils í annað sæti með 56 stig. Það er Brodeur og vörninni að þakka að Devils eru búnir að vera svona ofarlega þessa leiktíð.

NY Islanders náðu ekki að koma neinu af stað í leiknum og fengu tvö heil powerplays en gátu ekki nýtt þau. Þeir eru í 9. sæti með 49 stig og eru jafnir NY Rangers sem eru að koma einhverju í gang eins og sést aðeins ofar, unnu Capitals, 2-1.

Ég spái því að Islanders komist ekki í úrslit, miðað við hvernig þeir eru að spila. Þeir náðu þó góðum sigri á móti Bruins um daginn (8-4) en munum við sjá fleiri svoleiðis sigra? ;) Þeir eru líka með hörku leikskrá… Jason Blake, Alexei Yashin, Mike Peca, Roman Hamrlik og fleiri.

Bíð spenntur eftir næsta hokkí kvöldi og vona að það verði Dallas leikur sýndur. Svo má ekki gleyma Stjörnuleiknum í byrjun febrúar. Tek hann eflaust upp.

En Áfram Stars!
x ice.MutaNt