Atlanta Thrashers með rosalegt comeback Atlanta Thrashers - 7

Philadelphia Flyers - 4

Jæja, NY Islanders eru ekki þeir einu sem koma með stór “comeback”. Atlanta Thrashers tóku á móti Philadelphia Flyers í gærnótt (13 Jan.) og var þetta algert rúst, eða allavega er það mitt álit.

Dany Heatley, sem var valinn besti nýliðinn á seinustu leiktíð, var með þrennu (hat-trick) í leiknum og marc savard var með mark og 2 stoðsendingar og án efa voru þeir menn leiksins.

Það voru heil fimm mörk skoruð í 1. leikhluta og áttu gestirnir (Atlanta) þrjú þeirra. Viktor Kozlov og Dany Heatley byrjuðu leikinn á að skora 2 mörk í röð með 29 sek. millibili og gáfu Atlanta smá forskot í byrjun. Flyers náðu þó að svara fyrir sig með marki frá slagsmæala hundinum og píanóistinum honum Donald Brashear og staðan orðin 2-1. Það leið ekki á löngu að Dany Heatley skoraði annað markið sitt í leiknum og var það Marc Savard sem aðstoðaði hann í því. En fyrirliðinn hjá Flyers, Keith Primeau, náði að minnka muninn og staðan eftir einn leikhluta: 3-2 fyrir Atlanta.

Atlanta yfirbuguðu líka 2. leikhluta og áttu tvö mörk af þremur og getið hver skoraði fyrsta markið… Dany Heatley og hann búinn að fá sína fyrstu þrennu á ferlinum sínum. Jeff Odgers kom svo Atlanta ennþá meira yfir en Pavel Brendl náði að minnka muninn og staðan orðin 5-3, gestunum í vil.

Marc Savard skoraði svo markið sitt í 3. leikhluta og kom Mark Recchi svo strax eftir á og svaraði fyrir það. Lubos Bartecko skoraði svo loka markið í þessum leik og voru Atlanta Trashers búnir að gulltryggja sigur á úti velli með markatöluna 7-4.

Þetta var í fyrsta skiptið í 13 leikjum sem Atlanta unnu en þeir sitja ennþá á botninum (hvar annarsstaðar?) með 30 stig og fylgja Buffalo Sabres rétt á eftir en þeir eru með 31 stig.

Philadelphia Flyers eru samt í góðu standi og eru í 2. sæti með 55 stig en eru rétt á eftir Ottawa Senators með 60 stig.

En Atlanta Trashers eru eitt þeirra liða sem mig langar að sjá í úrslitunum ásamt Minnesota Wild, Columbus Blue Jackets og Tampa Bay Ligtning. Minnesota er samt efst.
x ice.MutaNt