Mike Modano tilnefndur leikmaður vikunnar Miðja Dallas Stars og uppáhaldsleikmaður minn hefur verið valinn leikmaður vikunnar vikuna 6. Jan. - 12. Jan. Hann var með meiri en 1 stig í 3 leikjum í röð og Dallas eru núna ósigrandi 7 leiki í röð.

Modano vann hægri væng Colorados, Milan Hejduk (6 mörk og 3 stoðs. í 4 leikjum), markmann Ottawa Senators, Patrick Lalime (3-1-0, 2.09 mörk á móti meðaltali og 2 shutouts) og markmann Nashville Predators, Tomas Vokoun (3-1-0, 1.72 mörk á móti meðaltali) fyrir þennan heiður.

Modano hjálpaði Stars að vinna 3 leiki í röð í American Airlines Center í Dallas og bætti heimametið þar í 15 sigra, 1 tap og 3 jafntefli. Modano var með 2 stoðs. í 7-4 sigri þeirra á Los Angeles Kings þann 7 Jan., var með mark og stoðs. í 4-3 sigri þeirra á Chicago Blackhawks og náði sér í 3 stig (tvö mörk, eina stoðs.) í 6-3 sigri þeirra á Colorado Avalanche.

Modano var líka valinn í stjörnulið Vesturdeildarinnar og er hann líka í fyrstu og byrjunarlínu í stjörnuleiknum og er þetta fyrsta skiptið sem hann fær þann heiður! Modano er stigahæstur hjá Stars með 49 stig (18 mörk, 31 stoðs.) í 43 leikjum og er með +16 í frammistöðustigum. Hann á nú þegar metið í mörkum hjá Dallas Stars (434), stigum (1026), sigurmörkum (69) og einum manni færri mörk (27). Modano þarf bara eina stoðs. og 3 leiki til að jafna metið hjá Dallas Stars sem Neal Broten á (593 stoðs. og 992 leikir)

Stars eru núna ósigrandi og eru í 1. sæti með 61 stig. Það má líka til þess geta að Dallas eru núna með 2 leikmenn sem hafa verið tilnefndir leikmenn vikunnar, Bill Guerin og Mike Modano.

Áfram Stars!
x ice.MutaNt