ESPN miðvikudags hokkí Af hverju elska ég miðvikudaga? Jú því það er hokkí dagur! Fyrst fer maður á inline æfingu í 1 tíma og 40 míns og svo um kvöldið er það bein útsending frá NHL eða “ESPN Wednesday night hockey!”

Í gærkvöldi var sýndur leikurinn Detroit Red Wings at Florida Panthers og þótt að það voru ekki mörg mörk skoruð að þá var hann helvíti skemmtilegur. Peter Worrell hjá Florida var að brillera í “checkunum” og Brett Hull í Detroit að dúndra pökknum eins og alltaf.

Leikurinn fór 2-1 fyrir Detroit en Brett Hull skoraði bæði mörkin fyrir Detroit og var sigurmarkið í framlengingu. Markus Nilson skoraði fyrir Florida og það mark var bara flott. Hann fékk sendingu, missti pökkinn smá fyrir aftan sig en snéri sér við og náði honum og dúndraði honum inn. Fór í heilar °360. ;)

Svo í leikhléunum komu þættirnir NHL2NIGHT og Powerweek og héldu þeir manni glaðvakandi um miðja nótt :D

Vancouver Canucks unnu toppliðið í Austurdeildinni, Ottawa Senators, 6-4 og var Markus Naslund með 2 mörk og er hann núna með góða forystu í mörkunum.

Tony Amonte og Phoenix Coyotes tóku á móti Chicago Blackhawks (gamla liði Amontes) en sá leikur fór 0-0 og er þetta fyrsti leikur sem endaði með engum mörkum í langan tíma (eða allavega held ég það).



Columbus Blue Jackets unnu Minnesota Wild, 2-1.
x ice.MutaNt