Rangers tapa enn Ottawa Senators - 5

NY Rangers - 2

Hvernig væri nú að þjálfari NY Rangers myndi taka sig til, eða leikmennirnir og fara vinna leiki? Annars gæti þjálfarinn verið rekinn, alveg eins og gerðist með Ron Low á seinustu leiktíð. Hann var rekinn því hann kom ekki Rangers í úrslit (playoffs). Reyndar hafa Rangers ekki komist í úrslit seinustu 5 leiktíðir.

Þeir töpuðu í gærnótt á móti besta liðinu í Austurdeildinni, Ottawa Senators og hanga ennþá í 13. sæti með 37 stig.

Marian Hossa var með tvö mörk í leiknum og er hann annar stigahæsti leikmaðurinn (overall) í mörkum. Rangers byrjuðu reyndar á því að skora og var það fyrirliðinn, Mark Messier, sem fékk þann heiður með hjálp frá Eric Lindros og Bobby Holik. En Hossa var ekki lengi að jafna þetta og dúndraði pökknum inn í markið til að gera stöðuna 1-1.

Todd White, leikmaður mánaðarins (desember), kom svo toppliðinu yfir í 2. leikhluta með frábæru marki en eins og alltaf náði hitt liði að jafna með marki frá Bobby Holik. 2. leikhluti búinn og eftir þetta tóku Senators sig til og skoruðu 3 mörk í röð til að gulltryggja sigurinn, 5-2. Fyrst var það svíinn hann Magnus Arvedson, svo markakóngurinn Marian Hossa og að lokum Petr Schastlivy.

Ottawa eru búnir að vera á “hot-streak” mjög lengi og eru efstir í Austurdeildinni og yfir allt (over-all) með 56 stig en Dallas eru rétt fyrir neðan með 55 stig. Eins og ég sagði að þá eru Rangers í 13 sæti í Austurdeildinni með 37 stig og munu þeir fara ofar?

3 Stars:

- Marian Hossa (OTT), 2 mörk og lykillinn að sigri Senators.
- Magnus Arvedson (OTT), skoraði sigurmarkið í leiknum.
- Bobby Holik (NYR), mark og stoðsendingu.
x ice.MutaNt