NY Islanders vs. Bruins - Rúst? NY Islanders - 8

Boston Bruins - 4

Þegar maður talar um lið sem koma með rosalegt “comeback” að þá er þetta eitt þeirra. NY Islanders tóku á móti Boston Bruins í gærnótt (3. Jan) og ég verð að segja að þetta hafi bara verið rúst og þvílíkt markaregn!

Alls voru skoruð 6 mörk í 1. leikhluta og áttu Islanders 4 þeirra. Þeir byrjuðu líka að skora með marki frá Jason Blake og var það án stoðsendingar. Mark Parrish fylgdi fast á eftir með marki og staðan orðin 2-0, Islanders í hag. Leikurinn gekk síðan bara áfram með checkum og öllu því tilheyrandi sem gerist í hokkí leik þangað til að Glen Murray skoraði fyrir Bruins en hann fékk pökkinn strax úr dómarakastinu (face-iff) og skaut frá bláu línunni og skoraði, staðan orðin 2-1.

Mark Parrish náði síðan að skora aftur og var það annað markið hans í leiknum en Boston náðu að svara fyrir sig með marki rá Jozef Stumpel, fyrrum LA King. Staðan nú orðin 3-2 og Islanders ennþá yfir. Slagsmála hundurinn hann Dave Scathcard kom síðan Islanders yfir í 4-2 og 1. leikhluti búinn (mikið af mörkum? JÁ)!

Dave Scatchard hélt síðan áfram að skora og fylgdu Alexei Yashin og Mattias Weinhandl strax eftir á og skoruðu sitt hvort markið og staðan nú orðin 6-2! Það var orðið ljóst að Bruins ættu ekki möguleika í að vinna þennan leik en þá kom mark frá Glen Murray og var það annað markið hans í leiknum og 2. leikhluta lauk.

Mark Parrish skoraði síðan þriðja markið sitt í leiknum og var þetta fjórða þrennan hans (hat-trick) á ferlinum hans til að gera stöðuna 7-3 og Jason Blake fylgdi eftir á og skoraði 8. og síðasta mark Islanders í þessum leik. Michael Grosek skoraði svo 4. mark Bruins og Islanders samt búnir að vinna.

Chris Osgood gerði 49 vörslur og NY Islanders eru núna komnir í 11. sæti með 29 stig en Boston er enn í 4. sæti með 74 stig.

3 stars:

- Mark Parrish (NYI), þrennu og eina stoðsendingu.
- Chris Osgood (NYI), var með 39 vörslur.
- Jason Blake (NYI), var með tvö mörk og þar á meðal fyrsta markið.
x ice.MutaNt