Tilviljun hjá Red Wings og Stars? Detroit Red Wings - 2

Dallas Stars - 2

OK, þetta er það furðulegasta sem ég hef séð í hokkí (kind a). Þessi tvö lið eru búin að mætast fjórum sinnum á þessari leiktíð (þetta var fjórða skiptið) og allir leikirnir þeirra eru búnir að vera jafntefli. Ég var að skoða “preview” á leiknum í gær og þar stóð að fyrsti leikurinn fór 1-1, annar leikurinn fór 3-3 og svo þriðji leikurinn því sama.

Þessi leikur var ekkert öðruvísi, nema með markatöluna. Svíinn Tomas Holstrom skoraði fyrsta markið í leiknum með stoðs. frá Chris Chelios og Boyd Deveraux snemma í 1. leikhluta. En í sama leikhluta náðu Dallas að jafna leikinn með marki frá Jere Lethinen og var það enginn annar en Mike Modano með stoðsendingu ásamt Bill Guerin og staðan orðin 1-1.

Tomas Holstrom skoraði svo aftur en bara í 2. leikhluta til að gera stöðuna 2-1 en Dallas voru ekki lengi að svara fyrir sig með marki frá Brenden Morrow og voru mörkin ekki fleiri. Leikurinn gekk sípan bara ágætlega nema engin mörk skoruð og enn eitt jafnteflið milli þessara stórliða í Vesturdeildinni og spurningin er: Er þetta tilviljun eða eru þessi lið bara svona hættulega jöfn að þau geti bara ekki unnuð hvorn annan (allavega á þessari leiktíð)? Þau keppa kannski aftur á leiktíðinni en ég er ekki viss (nenni ekki að gá :)

Detroit eru núna komnir í efsta sæti með 50 stig en Dallas í 3. sæti með 48 stig.

Áfram Dallas!!
x ice.MutaNt