Ísland mætti ofjarli sínum í dag þegar liði mætti Hollendingum í öðrum leik sínum á HM í hokkí. Íslenska liðið hóf þó leikinn af miklum krafti og skoraði eina mark fyrstu lotu en þar var að verki Ragnar Óskarsson með þrumuskot frá bláu línunni eftir stoðsendingar frá Guðmundi Ingólfssyni og Stefáni Hrafnssyni.



Sá vonarneisti sem kviknað hafði í brjósti leikmenna og stuðningsmanna íslenska liðsins var þó fljótleg slökktur í 2. lotu þar sem Hollendingar tóku öll völd og skoruðu 7 mörk án þess að okkar menn næðu einu einasta skoti á markið.



Hollendingar héldu uppteknum hætti í 3. lotu og bættu við 8 mörkum og alls urðu því mörkin 15 áður en lokaflautan gall. Íslendingar náðu einu skoti á markið í allri lotunni og pökkurinn rataði rétta leið fram ísköldum markmanni Hollendinganna. Markið skoraði Arnþór Bjarnason eftir sendingu frá Trausta Bergmann.



Hollendingar eru án efa með eitt sterkasta liðið í keppninni en Ungverjar og gestgjafarnir Júgóslavar eru einnig mjög sterkir þannig að það er á brattann að sækja hjá Íslendingum.



Á morgun er frídagur hjá öllum liðunum en á gamlársdag mætum við Ungverjum.

P.S tekið af WWW.icehockey.is