Ottawa taka forystuna í Austur! Ottawa Senators - 9

San Jose Sharks - 3

Ottawa Senators eru án efa besta liðið í Austurdeildinni í dag. Ekki það að Boston eru eitthvað lélegir en Ottawa eru bara á “hot-streak” eins og sumir myndu kalla það. Í gær, fimmtudaginn 19 Des. tóku þeir á móti San Jose Sharks, sem eru ekkert sérlega að standa sig, á heimavelli og gjörsamlega rústuðu þeim, eða allavega er það mitt álit. Marian Hossa byrjaði á því að skora snemma í 1. leikhluta en hann er að standa sig best hjá Senators enn sem komið er! Hann er annar í mörkum með 20 og fylgir fast á eftir Markus Naslund en hann er með 21.

En eins og ég sagði að byrjaði Hossa að skora og fylgdi Wade Redden fast á eftir hálfri mínútu seinna og kom Senators í 2-0 snemma. San Jose náðu að gera stöðuna 2-1 með marki frá þjóðverjanum honum Marco Sturm og staðan orðin 2-1 eftir 1. leikhluta.

Ottawa gulltryggði svo forystu sína í 2. leikhluta með 3 mörkum í röð og komu mörkin frá Martin Havlat, Magnus Arvedson og Steve Martins (er ekki til leikari sem heitir það?) Staðan orðin 5-1, Ottawa í hag. En leikurinn var langt frá því að vera búinn! Heil 6 mörk voru skoruð í viðbót og áttu Ottawa fjögur þeirra. Ottawa skoraði 3 þeirra fyrst og voru það Mike Fisher, nýliðanum Anton Volchenkov og Magnus Arvedson sem skoruðu þau. Staðan orðin 8-1! Vá hvað mig hefði langað að sjá þennan leik. Markaregn eins og það gerist best.

San Jose náði svo loksins að koma með mark og var það enginn annar en Teemu “The Finnish Flash” Selanne! :) En Ottawa voru ekki lengi að svara fyrir sig með marki frá Todd White. Patrick Marleau skoraði svo loka markið í leiknum og lokastaðan 9-3!

Ottawa eru núna í 1. sæti í Austurdeildinni með 42 stig og eru Jose í 11 sæti í Vesturdeildinni með 31 stig.

Það verður spennandi að sjá hvort Ottawa nái að halda þessari forystu en Boston og Philadelphia sækja hart að.
x ice.MutaNt