Ég verð bara að segja ykkur frábærar fréttir og já eru það Björninn sem skora nýliðana í Jökunum í inline-hokkí leiki.

Fyrst var ég að tala við kunningja minn á IRC-rásinni #hockey.is og þá sagði hann mér að hann og svona 10 aðrir úr Birninum (eða allavega held ég það) voru að skipuleggja að koma til eyja eftir áramót og taka nokkra leiki við okkur í “skautahöllinni” okkar ;)

Já, já, mjög góðar fréttir! ;) ..en það er ekki búið. Svo þegar ég skrifa þetta að þá var ég nýbúinn að fá skilaboð þar sem strákur í 3. flokki Bjarnarins voru að spurja mig hvort þeir mættu koma eftir páska (veit, langt þangað til) og taka líka nokkra leiki!

Mér gæti ekki hlakkað meira til og svo var Digital vélin hans bróðurs míns að koma úr viðgerð og tökum við auðvitað myndir af þessu öllu saman og líka á næsta miðvikudag (18 Des.) að þá verður æfing hjá okkur og vélin hans verður komin þá og ætlar hann Einir bróðir að taka fullt af myndum af okkur og svo kemur Bæjarblaðið að taka viðtal við okkur og sonna! ;) Þetta verður alveg rosalegt!

Við erum búnir að ákveða að spila 3on3 og svo auðvitað skiptimenn, svona svipað og var á streethokkí mótinu í sumar!

Hvernig líst svo fólki á þetta? Bannað að hlægja ef við drullutöpum en við reynum okkar besta og ætlum sko að æfa okkur. ;)

Æ, já! Ég má ekki gleyma að ég er að fara búa til heimasíðu fyrir Jakana með myndum af okkur öllum, upplýsingar um alla sem æfa í eyjum, fréttir og fleira sem mér dettur í hug seinna ;)
x ice.MutaNt