Bruins vinna Trashers Boston Bruins - 4

Atlanta Trashers - 3

Byron Dafoe, fyrrum markmaður Boston Bruins var skipt fyrr á leiktíðinni til Atlanta Trashers og mættust svo þessi tvö lið í gær (5. Des. 2002).

Leikurinn var rólegur í byrjun og voru ekki nein mörk skoruð í 1. leikhluta. Það voru bara 2 refsingar (penalties) í þeim leikhluta og fengu bæði liðin eina refsingu.

En annar leikhluti var bara allur leikurinn. Boston Bruins komust á innan við 4 mínútum í 3-0 og svo jöfnuðu Atlanta leikinn í sama leikhluta og staðan var orðin 3-3… Bara í 2. leikhluta! Vá hvað mig hefði langað að sjá þennan leik… endalaust markaregn og það í sama leikhluta… 6 mörk í einum leikhluta til að vera nákvæmari ;)

Það voru engin mörk skoruð í 3. leikhluta og var leikurinn sendur í framlengingu þar sem Glen Murray skoraði sigurmarkið en hann skoraði líka fyrsta markið í leiknum. Sem sagt hann byrjaði að skora og lauk því.

Aðrir sem skoruðu fyrir Boston voru Josef Stumpel og Hal Gill en fyrir Atlanta voru það Yannick Tremble, og svo Iyla Kovalchuk með tvö mörk.

Boston eru núna langefstir í Austurdeildinni með 38 stig en New Jersey Devils koma á eftir þeim með 31 stig! 7 stiga munur þarna og það er víst að Bruins verða lengi á toppnum með þessa forystu!
Atlanta Trashers eru svo í 14 sæti í sömu deild með 17 stig en mig langar að sjá Atlanta komast í úrslitin þetta ár þannig að GO TRASHERS! ;)

Heimildir: Frá mér sjálfum og nhl.com.
x ice.MutaNt