Joe Thornton valinn leikmaður vikunnar Leikmaður þessara viku er enginn annar en Joe Thornton, sem leikur með hinu geysigóða liði, Boston Bruins. En þeir eru að standa sig virkilega vel þessa leiktíðina, og eru efstir í Austurdeildinni með 34 stig. Joe Thornton átti stóran þátt í síðustu sigrum liðsins og á þar af leiðandi þennan titil vel skilið !

Aðrir sem einnig voru verðugir þessara titils eru eftirfarandi: Dan Cloutier markmaður Vancouver Canucks (3-0-0, 1.67 mörk á sig að meðaltali), Michael Nylander framherji Whasington Capitals (þrjú mörk, sjö stoðsendingar í fjórum leikjum) og Pierre Turgeon framherji Dallas Stars (átta stoðsendingar í fjórum leikjum).

Í leik Boston Bruins gegn Calgary Flames þann 26. nóv. nældi Thornton sér í +4 “frammistöðustig”(rating) og 3 stoðsendingar, sem leiddi til 7-2 sigurs heimamanna (Boston). Í leik gegn Montreal Canadiens þann 29. nóv. skoraði hann eitt mark og átti eina stoðsendingu og unnu þá Boston 4-2, einnig var það heimasigur. Síðast en ekki síst þá skoraði hann 2 mörk og fékk +3 “frammistöðustig”(rating) í leiknum gegn Pittsburgh Penguins, en þann leik unnu Boston með 3 mörkum gegn 2.

Thornton er í 3. sæti yfir stigahæstu leikmenn á þessari leiktíð með 33 stig (13 mörk, 20 stoðsendigar), í 23 leikjum og er með +14 “frammistöðustig”(rating).

Boston hafa nú unnið átta leiki í röð og mun ráðast hvort þeir halda áfram sigurgöngu sinni þegar þeir mæta St. Louis Blues, Atlanta Thashers og Tampa Bay Lightning. Í núverandi viku… !