Dallas vinna Phoenix, 5-1 Dallas Stars - 5

Phoenix Coyotes - 1

Það er augljóst að sjá hvaða lið er best í þessari leiktíð, Dallas Stars. Ekki bara útaf því að ég er aðdáandi þeirra heldur útaf því að þeim hefur aldrei gengið svona vel í byrjun leiktíðar og eru efstir í Vesturdeildinni með 33 stig.

Mike Modano byrjaði á því að skora fyrsta markið í 1. leikhluta með stoðsendingum frá sergei Zubov og Derian Hatcher og kom markið þegar 5 mínútur voru búnar af leikhlutanum.

Modano skoraði eina markið í þessum leikhluta.

Það komu tvö mörk í 2. leikhluta, eitt frá hvoru liði og voru það Bill Guerin hjá Dallas sem skoraði eitt af þeim með stoðsendingum frá Sergei Zubov og Mike Modano og svo hjá Phoenix var það Deron Quint sem skoraði markið með stoðsendingu frá Paul Mara og Ladislav Nagy og var staðan orðin 2-1 eftir tvo leikhluta, Dallas í hag.

Eftir þetta var það bara Dallas er þeir skoruðu 3 mörk í röð til að gulltryggja sigurinn.

Scott Young skoraði tvö mörk, og það í röð og svo var það scott Pellerin sem bætti við 5. markinu svo að útkoman yrði 5-1 fyrir Dallas.

Mike Modano og Scott Young voru báðir með tvö stig í þessum leik og Marty Turco fékk bara á sig eitt mark í þessum leik.

Önnur úrslit voru…:
- Að San Jose unni St. Louis, 4-1.
- Colorado rétt svo vann Chicago, 1-0.
- Edmonton vann loks Detroit, 5-4 í OT.
- NY Rangers unnu Carolina, 3-1.
- Og í lokin vann Vancouver Minnesota Wild, 2-1.
x ice.MutaNt