Belfour lokar markinu fyrir Boston,Leafs sigra 2-0 Ed Belfour er farinn að sjá til þess að Toronto aðdáendur gleymi Curtis Joseph.

Belfour varði 29 skot í leiknum gegn Boston Bruins í nótt. Þetta var hans annað “shut-out” síðan hann kom til Toronto, og fór leikurinn 2-0 Toronto í vil.

Það var sko stemning í salnum þetta kvöld og hrópuðu áhorfendur “Eddie! Eddie!” er hann varði mörk marktækifærin hjá Boston. Hann gerði engin svaka tilþrif, en stóð sig mjög vel allan leikinn og hélt markinu alveg hreinu.

“Það er alveg svakalega gott fyrir sjálfstraustið að heyra fulla höll af áhorfendum kalla nafn sitt á fullu,” sagði Belfour. “Það er stór partur af leiknum að vita til þess að áhorfendur styðja mann til fulls. Það hefur líka bara áhrif á það hvernig liðið spilar, allir verða mikið sjálfsöruggari.”

Belfour stóð ekkert frábærlega fyrstu leikina með Toronto en núna hefur hann varið 94 skot af síðustu 98 sem hann hefur fengið á sig.

1. Leikhluti var alveg markalaus. En 2 refsingar áttu sér stað, ein á hvort lið, og áttu Ric Jackman (TOR) og Bryan Berard (BOS) heiðurinn af þeim.

2. Leikhluti var svipaður og sá fyrri nema hvað 3 refsingar létu sjá sig. Þá voru það þeir Ric Jackman, (TOR) Glen Murray (BOS) og Nikolai Antropov (TOR) sem létu finna fyrir sér.

3. Leikhluti var hins vegar mjög viðburðaríkur og eftir rúmlega 1 og hálfa mínútu skoraði Mikael Renberg fyrir hönd Maple Leafs. Aðeins 3 mínútum síðar bætti Paul Healy við einu marki og var það meðan Boston voru manni færri. Þá var staðan orðin 2-0 Toronto í hag. Ekkert bólaði á mörkum frá Boston í þessum leik og ekkert fleira gerðist eftir þetta, nema kannski 4 refsingar og nokkur marktækifæri sem urðu að engu :)

3 Star selection by Aage:

1. Ed Belfour (TOR) - Hélt markinu hreinu úr leikinn og varði vel fyrir lið sitt, Toronto Maple Leafs.
2. Mikael Renberg (TOR) - Skoraði fyrsta mark leiksins og kom Toronto mönnum yfir.
3. Tomas Kaberle (TOR) - Stóð sig vel í þessum leik og átti meðal annars eina stoðsendingu.