Nikolai Khabiluin valinn leikmaður vikunnar Markmaðurinn Nikolai Khabiluin, sem spilar fyrir Tampa Bay Lightning, var valinn leikmaður vikunnar fyrir vikuna; 11. - 17. nóvember.

Hann átti þátt í 3 sigrum Tampa Bay var með 95% varin skot í siðastliðinni viku, og átt það stóran þátt í að hann var valinn leikmaður vikunnar.

Aðrir sem komu sterklega til greina fyrir þessa viku voru; Brendan Morrison - sóknarmaður hjá Vancouver, Marty Turco - markmaður hjá Dallas, og Todd White - sóknarmaður hjá Ottawa. En þegar allt kom til alls, átti Nikolai Khabiluin titilinn mest skilið.

Khabiluin varði 34 skot gegn Phoenix Coyotes 11. nóvember og varði 27 skot í leik gegn San Jose Sharks þann 15. nóvember. Og síðast en ekki síst þá varði hann 35 af 36 skotum í leik gegn Carolina Hurricanes, þann 17. nóvember. Þess má einnig geta að allir fyrrnefndir leikir enduðu með sigri Tampa Bay Lightning.

Khabiluin hefur spilað í 17 af 18 leikjum Tampa Bay þessa leiktíð og haft að meðaltali 91% varin skot í þeim.

Tampa Bay Lightning eru í 2. sæti í Austur-deildinni með 25 stig og munu keppa gegn Flyers, Islanders og Devils í komandi viku.