Red Wings sigra Maple Leafs eftir mikla baráttu Margir áttu von á að sjá Curtis Joseph keppa gegn félögum sínum úr Toronto, en svo varð nú aldeilis ekki. Mörgum áhorfendum til mikillar gremju þá prýddi Manny Legace mark Detroit Red Wings í stað CuJo.

Curtis Joseph vildi ólmur byrja inná í þessum leik en þjálfari Red Wings, Dave Lewis, sagðist frekar vilja hvíla hann vegna þess hversu stuttur tími var liðinn frá síðasta leik. Áhorfendur sem heyrðu Legace kynntan sem byrjunar markmann Red WIngs ‘púú-uðu’ vegna þess að þeir vildu sjá Joseph spila gegn sínu fyrra liði, Toronto.

“Að vinna leik þegar nafnið manns er ‘púú-að’ er jafnvel betra,” sagði Legace.

Þessi leikur var vægast sagt mjög viðburðalítill fyrstu 2 leikhlutana. Engin mörk voru skoruð í þeim fyrsta, en 3 brot áttu sér stað, fyrri 2 í garð Detroit’s en það seinasta kom á Toronto.

2. leikhluti er varla til frásögu færandi, enda voru engin mörk skoruð og refsingar voru alveg ósjánlegar. Sem sagt, frekar daufur leikhluti.

Sá 3. heins vegar var mun skrautlegri. Þá færðist sko harka í leikinn og á 5. mínútu skoraði Kirk Maltby “shorthanded” fyrir Detroit, skömmu eftir að Darren McCarty hafði verið rekinn útaf. Chris Chelios átti stoðsendinguna. Um það bil 2 mínútum síðar bætti Henrik Zettarberg öðru marki við fyrir Detroit, en Pavel Datsyuk og Brett Hull aðstoðuðu hann við það.
Nú var staðan orðin 2-0 Red Wings í vil, og góð ráð dýr fyrir Toronto menn. Leikurinn leið áfram með einstaka refsingum og nokkrum marktækifærum á báða bóga, en ekkert gekk hjá Leafs að skora. Svo var það ekki fyrr en þegar 10 sekúndur voru eftir þá skoraði Tie Domi gegn hinum óstöðvandi Legace, eftir sendingu frá Jonas Hoglund. En því miður dugði það ekki til og Toronto Maple Leafs sátu uppi með ósigur gegn Detroit Red Wings, 1-2.

3 star selection by Aage:

1. Manny Legace (DET) – 30 vörslur af 31 skoti, stóð sig mjög vel undir mikilli pressu frá andstæðingum og áhorfendum.
2. Kirk Maltby (DET) – Skoraði 1 mark fyrir sitt lið þegar þeir voru einum færri inná vellinum.
3. Ed Beflour (TOR) – Hélt markinu hreinu mjög lengi og gerði góða hluti við að halda Toronto inni í leiknum.