Heimsmeistaralið Uruguay 1930 Ég rétt vona að þetta sé rétt mynd hjá mér. Allavega.

Á fyrstu heimsmeistarakeppninni, sem fram fór í Uruguay í Suður-Ameríku, kepptu 13 lið. Argentína, Chile, Frakkland, Mexíkó, Júgóslavía, Brasilía, Bólivía, Urugay, Rúmenía, Perú, Bandaríkin, Paraguay og Belgía. Einsog þið sjáið kepptu aðeins fjögur lið frá Evrópu, enda var ekkert alltof auðvelt fyrir liðin að ferðast langt í þá daga. Bæði var mikil kreppa á heimsmarkaði plús það að í þá daga voru ekki jafnmiklir peningar í fótbolta.

Keppt var í fjórum riðlum. Uppúr þeim komust Uruguay, Júgóslavía, Bandaríkin og Argentína. Í undanúrslitum keppti Argentína svo við Bandaríkin, vann og komst þarmeð í úrslit, á meðan Uruguay vann Júgóslavíu.

Úrslitaleikurinn var svo fjörugur, en að lokum vann Uruguay 4-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í leikhléi.

Þetta er heimsmeistaralið Uruguay árið 1930, fyrsta heimsmeistaralið sögunnar.