komi þið nú heilir og sælir,

er að lenda í því að tölvan mín, sem ég í nota einungis í hljóðvinnslu, er eitthvað að smita einhverju leiðinlegur vinnsluhljóði yfir í monitorana/headphones hjá mér. er með powermac G5 og digi002.

þetta er alveg frekar hátt miða við venjulegt monitora suð vesen sem maður heyrir að fólk er að lenda í. Er viss um að þetta sé frá harðadisknum enda heyri ég hann vinna í takt við smithljóðin í monitorunum.

tölvan og pro tools keyrir á glænýjum 500gb, reyndar save-a ég allar upptökur á öðrum hörðum disk sem er gamall. hélt fyrst að þetta væri skjárinn en áttaði mig svo á því að þetta var líka í headphone-out á digi þannig það er greinilega eitthvað sem tengist digi og tölvunni.

ég prufaði að skipta á milli firewire input-a en það virkaði ekki.

kannast einhver við þetta og eða veit einhver hvernig ég get losnað við þetta, er virkilega farið að vera mikið vesen.

-kiddi