Ég er búinn að vera að nota Ableton Live í upptökur og hljóðvinnslu síðan í versjón 1 komma eitthvað, fyrir þann tíma notaði ég hin og þessi forrit (nuendo, cubase og einhver sem ég er búinn að gleyma hvað hétu) og þegar ég prófaði fyrst Ableton Live fannst mér ég lokssins vera kominn með hugbúnað sem bæði hentaði mér og væri ekki óþarflega flókinn.

Í rauninni kem ég ekki auga á neina sérstaka ástæðu til að skipta um vinnuumhverfi en ég er samt forvitinn að vita hvaða helstu kosti Protools eða Logic gætu haft umfram Ableton Live, ég er búinn að vera að nota það sem er í grunninn sama hugbúnaðinn síðan 2001 eða 2 og það má reikna með því að eitthvað hafi gerst síðan þá í þróun annars hugbúnaðar en Ableton Live er það ekki?

Ég man að einhverntíman fyrir nokkrum árum þegar ég fór að velta því fyrir mér að skipta yfir í protools þá las ég það einhversstaðar að protools styddu ekki vst plugin, er eitthvað til í því?

Ég kem úr svona oldschool 4ra rása portastúdíó umhverfi, byrjaði með fostex og tascam kasettuportastúdíó, færði mig yfir í harðdiskupptökutæki með mixer og endaði svo með allt draslið í tölvu, ableton býður (eða bauð amk) upp á tvennskonar viðmót og ég hef nánast eingöngu notast við það þeirra sem líkist meira “hefðbundnu” upptökuumhverfi, hef eiginlega ekkert verið að henda inn og út einhverjum lúppum svona dj style.

En semsagt hvaða helstu kosti hafa protools eða logic umfram Live? Ég vona samt að ég fái ekki viðbrögð/svör eins og þau sem ég hef gefið þegar fólk fer að tala um að það búi til tónlist í fruityloops.. :p
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.