Sælt.

Þannig er mál með vexti að ég er flæktur inn í uppsetningu á nýju stúdíói hér í RVK.

Við erum komnir með nýlegan MacPro turn, mica, monitora, preamps.
Nú er komið að þeim tímapunkti að fá sér upptökukerfi og fyrir valinu verður ProTools HD1 til að byrja með, sem byggist á HD Core Accel fyrir PCIe slot.
Við erum búnir að fjárfesta í einni 192i/o græju.

Spurningin hjá okkur er svo hvort að við ættum að fá okkur gömlu 888-24 græjuna sem er greinilega ennþá industri standart þar sem Sýrland er enn með þetta í rackinu hjá sér og fleiri flott stúdíó útí heimi. Eða þá að fá okkur eina 96græju til að ná uppí 32rásir.
En auðvita eru peningar alltaf fyrirstaða.

Með þessum litla “teaser” langar mig að forvitnast hverjir hér eiga HDıProTools kerfi eða hafa unnið á svoleiðis og vita um allar helstu tengingar og fleira.
Einnig væri gott að fá ráð til sparnaðar í þessum málum, þar sem bandaríkjaeyrinn er að leika okkur grátt Bros
Eins væri gaman að heyra frá öðrum áhugasömum.

kv,
arnarg
Addi Gauti inní bílskúrnum….