Jæja ég var að láta gera instrumental útgáfu af nýju lagi sem ég og vinkona mín vorum að semja og leika okkur með. Ég sendi nótur erlendis og lét gera trackið svo á bara að syngja það hér á landi. En þá ég að komast að því að útgáfan er í aðeins og lágri tóntegund. Og þar sem það er stelpa sem á að syngja lagið er þessi tóntegund náttúrlega bara fyrir karla sem geta farið frekar lángt niður í tónklasanum. Er ekki hægt að hækka einhvernvegin tóntegundina í Pro tools án þess að lagið sjálft fari að spilast hraðar. Og reyndar öfugt. Að setja lagið hraðar án þess að breyta tóntegundinni.

Verð eiginlega að fá smá svör við þessu, því þetta er eiginlega mér að kenna líka svolítið. Því ég sendi óvart nóturnar út í rangri tóntegund. En var samt með þetta tilbúið rétt það var bara vitlaust skjal sem fór.. Svo jæja, vá hvað þetta er orðið mikil saga hjá mér..

Ég hef mikið verið að nota pro tools til að taka upp útvarpsauglýsingar en ég er í raun að stiga mín fyrstu skref í söngupptöku svo ég er ekki klár með það að hækka tóntegundina í laginu.
Cinemeccanica