Sælir.

Ég hef gert spá fyrir sex efstu sætin á Skjálfta, og til þess fékk ég 13 vel valda einstaklinga úr CS samfélaginu til að kjósa hvaða lið þeir teldu að ættu eftir að pluma sig á næstkomandi Skjálfta. Ég ætla að hafa þann háttinn á að ég segi á hverjum degi hvaða lið sé í hvaða sæti, ég er búinn með 6 sætið og nú er komið að því fimmta.

- - -

5. NoName (18 stig)
Lineup: delicious, felix, Lazlo, Stalz & ekkivíst.

Þessir drengir komu öllum á óvart á IEL. Eftir stórt tap gegn MTA Gaming í fyrsta leik mótsins virtist sem þeir settu allt í lás. Unnu Ice sem og Shockwave og gerðu þeir sig líklega til að slá sig til metorða á mótinu. En allt kom fyrir ekki, eitthvað virtist gera hjá þeim á sunnudeginum með þeim afleiðingum að þeirra leikur var ekki nægilega sannfærandi, en það gaf þeim 3 sætið þó.

Liðið er sett saman af hittnum spilurum, og eru þeir með reynda spilara innan liðsins, sbr. delicious, en hann hefur spilað með liðum eins og NsP og Adios. Strákarnir eru til alls líklegir á komandi Skjálfta nái þeir góðu dagsformi og góðum móral í liðið og verður gaman að fylgjast með þeim.

Það er ekki víst um fimmta manninn í lineupið þeirra þar sem Muggz, sem stóð sig frábærlega á IEL, kemst ekki. Gaman verður að sjá hver þarf að fylla upp í stígvélin, en eins og hjá flestum liðum kemur maður í manns stað.

MIKILVÆGASTI LEIKMAÐURINN

Ég tel að Delicious verði mikilvægastur fyrir strákana í NoName. Hann er með góða reynslu sem hann getur miðlað til þeirra, og vonandi nær hann að halda aftur af Stalz þar sem hann á það til að klúðra mörgum mikilvægum roundum með óþarfa greddu og fraghunti. En Stalz er hittinn þó!

VIÐTAL VIÐ NONAME`STALZ

Sæll og blessaður. Villtu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum huga.is?
Ég heiti Arnar kallaður Addi, ég er 17 ára og spila undir nickinu Stalz.

Nú fóruði á IEL fyrir stuttu, hvað finnst þér um ykkar frammistöðu?
Mér fannst hún vera mjög góð.

Á hvaða sæti stefnið þið á?
Topp5.

Hvaða lið telur þú að eigi eftir að berjast í úrslitum Skjálfta?
Ekki hugmynd.

Frábært og þakkir. Einhver lokaorð?
Takk fyrir mig og gangi öllum vel á Skjálfta.

- - -

Þeir sem kusu:

- Adios // Calculon
- Adios // roMim
- [.GOTN.]Andri
- [.GOTN.]aNexiz
- ice ~ entex
- ice ~ Vargur
- [mta] fixer
- [mta] gaui
- NoName`Felix
- NoName`Lazlo
- [SeveN] andrig
- [SeveN] RedNeck
- shocK ~ auddz
- shocK ~ Carlito

Skjálfti 2|2005 spá:

1. ???
2. ???
3. ???
4. ???
5. NoName (18 stig)
6. <a href="http://www.hugi.is/hl/providers.php?page=view&contentId=2210492">shockWave (16 stig)</a