Sælir.

Ég hef gert spá fyrir sex efstu sætin á Skjálfta, og til þess fékk ég 13 vel valda einstaklinga úr CS samfélaginu til að kjósa hvaða lið þeir teldu að ættu eftir að pluma sig á næstkomandi Skjálfta. Ég ætla að hafa þann háttinn á að ég segi á hverjum degi hvaða lið sé í hvaða sæti, og núna byrja ég á 6 sætinu.

- - -

6. shockWave (16 stig)
Lineup: auddz, Azaroth, Carlito, deluxs, OmegaDeus & TEsA

Það kom mér heldur á óvart, hve litla trú fólk hefur almennt á þessum strákum. Þeir stóðu sig prýðilega á nýafstöðnu IEL, þar sem þeir tóku silfurverðlaunin en þeir hefðu nú samt sem áður mátt gera úrslitaleikinn skemmtilegri.

Þeir misstu fyrir stuttu leikmanna sem var í starting 5 hjá þeim. Sá leikmaður er Andri “zickFunka” Ríkarðsson en hann gekk til liðs við MTA Gaming. Hjá shocK kemur maður í manns stað og hefur auddz tekið stöðu zickFunka í starting 5.
shocK spilaði fyrir stuttu æfingaleik við GOTN þar sem spiluð voru 3 möpp; cbble, dust2 og nuke. Eftir að hafa tapað fyrsta mapinu frekar close tóku shocK strákarnir sig til og unnu næstu 2 möpp og var að sjá að þeir séu að verða helvíti sterkir.

Gaman verður að sjá þessa pilta, en þeir lentu í 6. sæti að mig minnir á seinasta Skjálfta undir merkjum devious Gunlets eða dG.

MIKILVÆGASTI LEIKMAÐURINN

Ég tel að William “deluxs” Guðmundsson eigi eftir að spila stórt hlutverk á þessum Skjálfta. Ég veit það af eigin reynslu að hann leggur mikið upp úr að liðin sem hann séu í teamplayi mikið. Það er metnaður í stráknum og ég tel að hann eigi eftir að leiða shocK liðið í gegnum þetta mót.

VIÐTAL VIÐ SHOCK ~ CARLITO

Sæll og blessaður. Villtu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum huga.is?
Ég heiti Helgi Már, ég nota nickið Carlito og spila með stórveldinu shockwave.

Nú fóruði á IEL fyrir stuttu, hvað finnst þér um ykkar frammistöðu?
Ég er mjög sáttur við hvernig okkur gekk á IEL þótt að það hefði vissulega verið gaman að fá öll topp liðin þangað. Við náðum mjög vel saman en þar sem við erum með frekar nýtt lineup þá er auðvitað stórt atriði að fá menn til að synca betur saman og að vita hvað liðsfélagarnir ætla að gera næst, þetta er eitthvað sem kemur með tímanum ef menn eru active, þannig að það sem ég sé fyrir okkur er að halda bara áfram með það sem við erum að gera.

Nú misstuð þið byrjunarmann á dögunum, hvaða áhrif hefur þetta á shocK?
Andri er auðvitað góður spilari og vissulega var vont að missa hann, en ég efast ekki um að við hristum þetta af okkur og höldum áfram okkar striki.

Á hvaða sæti stefnið þið á?
Við spilum til að vinna!

Hvaða lið telur þú að eigi eftir að berjast í úrslitum Skjálfta?
það eru lið eins og Ice Adios seven mta og shock sem eru líklegust til að berjast til loka en ég tel það vera spurning um dagsform og stemmingu í liðunum sem mun skera úr um það.

Frábært og þakkir. Einhver lokaorð?
Ég vill bara óska Canadaclan til hamingju með afmælið.

- - -

Þeir sem kusu:

- Adios // Calculon
- Adios // roMim
- [.GOTN.]Andri
- [.GOTN.]aNexiz
- ice ~ entex
- ice ~ Vargur
- [mta] fixer
- [mta] gaui
- NoName`Felix
- NoName`Lazlo
- [SeveN] andrig
- [SeveN] RedNeck
- shocK ~ auddz
- shocK ~ Carlito

Skjálfti 2|2005 spá:

1. ???
2. ???
3. ???
4. ???
5. ???
6. shockWave (16 stig)