Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum, en ákveðinn hópur íslenskra CS spilara hefur verið á stöðugri uppleið. Þeir sem hafa látið kannski mest fyrir sér fara á undanförnum mánuðum eru strákarnir í shockwave, sem áður voru þekktir sem dG.

Ég ákvað að skella mér í stutt spjall við manninn með hnefana á lofti hjá shockwave, Anton “TEsA” Kolbeinsson. Gjörið svo vel.

Sæll og blessaður. Villtu vinsamlegast kynna þig fyrir lesendum huga.is?
Ég heiti Anton Kolbeinsson kallaður Toni og er í liðinu shockwave nickið mitt er TEsA

Á hvernig tölvu spilarðu á?
3500AMD 64, 1GB í innraminni, Radeon 9800 Pro, MX510 músamotta, Sennheiser 515 og DKTpad.

Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Fer í vinnuna klukkan 7:30 og kem heim oftast klukkan 18. Tek þá yfirleitt eitt scrim, fer síðan út og kem síðan heim í eitt scrim. Og svo endar þetta að sjálfsögðu á svefni.

Nú er stutt síðan Drake og diG kvöddu. Hvað finnst þér um það?
Leiðinlegt, enda ein af bestu liðum klakans. En núna er komið að öðrum liðum til að taka við.

Nú varst þú valinn í íslenska landsliðið fyrir stuttu, hvað finnst þér um landsliðið?
Bara mjög vel. Flott lið, góðir spilarar og það er náttúrulega ekkert nema heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni.

Snúum okkur núna að liði þínu, shockwave. Hvert er markið sett?
Ná að vinna allavega 1 Skjálfta á þessu ári, það er okkar markmið. Svo er það að komast eitthver út að keppa.

Megum við búast við að þið séuð á leiðinni eitthvert út á næstunni?
Skulum segja að það sé allavega hálft ár í það.

Ef þú værir landsliðsþjálfarinn, hvernig myndi þitt byrjunarlið líta út?
TEsA, sPiKe, entex, OmegaDeus, deluxs

Hvaða lið telur þú að eigi eftir að vera í toppbaráttunni á Skjálfta?
ice, mta, shockwave, seven, adios og Scorpion

Jæja takk fyrir viðtalið kallinn. Einhver lokaorð?
Áfram shockwave

Þökkum Antoni kærlega fyrir viðtalið. Það er greinilegt að Shockwave stefna á toppinn og það er ekkert nema gott fyrir CS menninguna. Það verður spennandi að sjá hvort að markmið þeirra gangi upp, en eingöngu tíminn mun leiða það í ljós. Hafið augun stillt hingað á Hugi.is því að á næstunni mun ég koma með annað viðtal.

Takk fyrir.