Þar sem ég er í svo miklu stuði þá ætla ég að halda áfram að taka viðtöl. Næstur í röðinni er einn af mínum uppáhaldsspilurum, og frekar umtalaður tappi. Hann kemur úr röðum Adios og spilar undir nickinu roMim.

Sæll og blessaður. Villtu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendur eSports kubbsins á Huga?
Guðmundur Helgi Jónsson heiti ég, hef kallað mig roMim í cs eiginlega allan minn cs feril, ég hef verið með adsl núna í 2 ár og hef spilað svona að viti í 1 ár mundi ég segja.

Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Fer í skólann, fæ mér subway og fer heim, þá kveiki ég oftast á tölvunni og fer eitthvað að ircast eða spila, svo fer eftir ýmsu hvað ég geri eftir kvöldmat, stundum cs og stundum vinir. Mundi giska að ég spili svona 2-4 scrim á meðaltali á dag.

Hvernig tölvu spilar kallinn á?
AMD Athlon 64 3200, 512mb 400mhz, Radeon x800 pro , mx510 BLUE , DKTpad og auðvitað sennheiser 590

Hvernig myndir þú stilla upp landsliðinu?
zombie blibb spike entex drulli

Nú ert þú í Adios, hvernig lítur framhaldið út?
Við í Adios erum komnir með gott 5-6 manna stabíla lineup, sem við erum að reyna vinna betur út og æfa. Við erum að reyna koma okkur í eitthverjar góðar evrópskar deildir sem gengur ekkert alltof vel.

Hvernig lítur þetta lineup út?
roMim Calculon aron Hjorri HatrEd CritiCal

Hver telur þú að sé sterkasti leikmaðurinn í Adios og hvers vegna?
Hjorri, ofurspilari, gaman að spila stöður með honum og auðvelt líka þar sem hann er ekki jafn heimskur í cs og real life, svo er hann að fara fá nýja vél svo þetta verður own.

Hverjir vinna næsta Skjálfta?
ice, þeir æfa mikið meira og eru mun sterkari núna. Annars getur zombie gert margt á góðum degi.

Hvar mun Adios lenda á næsta Skjálfta, og hvert er markmiðið?
Vona bara að við spilum eftir bestu getu og náum því sæti sem við eigum skilið. Væri fínt að ná top5.

Hvert er uppáhalds mappið þitt?
de_cpl_fire

Uppáhalds byssa?
Colt/AWP

Nú hefur maður heyrt orðróm þess efnis að Adios ætli kannski að fara út að keppa, stemmir það?
Tja okkur langar að fara í sumar á eitthvað lan, samt ekki bara í þeim tilgangi að fara keppa, bara fara til útlanda á eitthvað fyllerí, þá er danmörk efst á lista :)

Eru Adios með einhverja styrktaraðila?
Nei við erum svo slefandi að við kunnum ekkert að redda okkur þannig

Þá spyr maður sig, á ekki að gera eins og diG.. finna einhvern íslenskan umba?
Það er vel inní myndini ef einhver sniðugur gæji er til í að vera stúsast fyrir okkur þá væri það alveg súper.

Ofmetnasta klanið á Íslandi að þínu mati?
rws

Vanmetnasta klanið á Íslandi að þínu mati?
SpEaRs geta verið drullu sterkir ef þeir setja upp sitt rétta lineup.

Besti íslenski spilarinn?
zombie og Cyru$

Hvaða spilari er sá besti í heiminum að þínu mati?
walle

Ofmetnasti íslenski spilarinn?
Calculon

Vanmetnasti íslenski spilarinn?
ExtoN

Hvað finnst þér um hvernig eSports menningin í heiminum er að þróast. Þá er ég að tala um eins og compLexity, sem var bara skítalið þangað til þeir _keyptu_ Bullseye til liðs við sig?
Geðveikt, mér finnst þetta CPL world tour illa töff, fyrir utan að þeir hefðu mátt velja cs í stað painkiller, annars fannst mér t.d SK auglýsingin sem SK gáfu frá sér mjög svöl, sýnir að allir tölvuleikja spilarar séu ekki jafn sveittir og ógeðslegir og t.d Calculon er. Þetta á eftir að verða huge stórt á þessu ári, og ég vona að HelgiM eigi eftir að gera góða hluti fyrir íslensk lið!

Ef þú mættir velja einn íslenskan gaur til að joina Adios, hvern myndir þú velja?
zombie… eða nei, xeroz! ;D

Spilarðu einhverja aðra leiki en Counter-Strike?
BF

Jæja, takk fyrir viðtalið, eitthvað að lokum?
hEhEhe ég hata fokking seven, niður með seven upp með Adios!