Skjálftastjörnur 2 - 2004 Jæja það er komið að annari útgáfu af Skjálftastjörnum, eða Skjálftaverðlaununum en einhver spaði skaut þessu nafni að í síðustu verðlaunum og ég ákvað bara að nota það, takk :)


MVP – Most Valuable Player – Sterkasti leikmaðurinn:
zombie
Jóhann “zombie” Jónatansson er sennilega einn sterkasti hlekkurinn í Drake liðinu, hann bar höfuð og herðar yfir meðspilara sína oft á tíðum í mikilvægustu leikjunum og sá á tímabili einn síns liðs um að halda Drake inni í úrslitaleiknum.
Þeir sem voru nálægt því að verða MVP: knifah (3) , SkaveN (1) , Jam (1)

MVP Besta einstaklingsframtakið:
sPiKe
Birgir “sPiKe” Ágústsson leiddi lið sitt til sigurs á Skjálfta og var helsti burðarás liðsins í erfiðustu leikjum þess, hann átti stórann hluta í velgengni þeirra á þessum Skjálfta og spilaði vel gegnum allt mótið.
Þeir sem voru nálægt því að eiga Besta einstaklingsframtakið: zombie(2) , blibb (1) , entex (1)


Spútnik liðið:
SeveN
SeveN hafa verið til í þónokkurntíma en þó aldrei klórað yfirborðið mikið, fyrr en núna. Þeir komu sáu og sigruðu á Skjálfta og slóu mörgum öðrum liðum ref fyrir rass og áttu á tímabili í tvísýnum leik við Drake. Ef engar breytingar verða á liðinu má vænta þess að þeir verði í topp baráttunni á komandi vikum.
Þau lið sem voru nálægt því að vera Spútnikkarar: extreme Edge(2)

Vonbrigði mótsins:
mTa
Þeir litu vel út fyrir Skjálfta , með leikmenn úr ýmsum áttum sem allir höfðu unnið sér inn gott orð sem sterkir spilarar í sínu liði, liðið byrjaði vel og trukkaði riðilinn sinn og endaði sem hæsta seed eftir riðlana. Síðan tók við bitur raunveruleikinn og mTa fékk blauta tusku í andlitið og datt úr leik í fyrstu leikjum Tvöföldu útsláttarkeppnarinnar.
Þau lið sem voru nálægt því að vera Vonbrigði mótsins: Drake (1)

Stjörnuliðið:
zombie* , blibb* , Cyru$* , Some0ne* , SkaveN , knifah
Þetta er “Stjörnuliðið” sem að kosningarelítan taldi bera af í sínu liði. Stjörnuliðið breyttist lítið frá síðasta Skjálfta, þeir sem að voru í S1 Stjörnuliðinu eru merktir með *.
Þeir kappar sem voru næstum í Stjörnuliðinu: SpiKe (3) , Puppy (3) , Jam (3) , entex (3) , traxx (2) , Plee (1) , WarriorJoe (1) , WarDrake (1)