Sælir,

Þetta er fyrsta greinin í nýjum fídus hér á www.hugi.is/hl sem mun snúast um að gefa ykkur nýjustu og heitustu fréttirnar utan úr heimi af CS stjörnunum!

Við munum líka tala um íslensku senuna en þar sem hún er að sjálfsögðu minni en sjálfur heimurinn, og heimssenan, verður hún í minnihluta.

Mikil umræða hefur verið á korkunum um að slíka síðu vanti, og margir talað um að opna sérsíður fyrir svona efni en á því er að mínu mati engin þörf - hérna eru allir fyrir og óþarfi að splitta senunni yfir margar síður, höfum þetta bara allt hérna!


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að byggja þennan hluta vefsins upp er bent á að hafa samband við mig í gegnum tölvupóst(danielrun@simnet.is) eða í gegnum skilaboðaskjóðuna - Góð íslensku kunnátta og þekking á heims senunni er nauðsyn, einnig er gott að láta tengil í grein eftir sig fylgja með til að ég geti metið þessa hluti betur.

<hr>

Hreyfingar hjá zEx, 3D og TGS:

Hið fræga bandaríska clan zEx ákvað að hætta í gær eftir að upp kom ósætti milli stjórnanda og spilaranna. Shaguar, fyrrverandi meðlimur í zEx, var tekinn í <a href="http://www.gotfrag.com/files/upload/midway_postleavingzex_shaguar.mp3“>viðtal (4mb)</a> af Midway frá <a href=”http://www.gotfrag.com“>GotFrag</a> þar sem hann útskýrði að nýji stjórnandinn hefði ákveðið að fá inn nýja menn sem margir af þeim spilurum sem voru fyrir í liðinu voru ekki sáttir við. Þetta var ein af mörgum ástæðum fyrir því að spilararnir ákváðu að hætta og fara í önnur lið.

Sunman og Volcano gengu til liðs við TGS, sem í kjölfarið er orðið að einu sterkasta liði Bandaríkjanna.

Shaguar hefur ekki enn ákveðið í hvaða lið hann ætlar næst, en mun einbeita sér að spilamennsku með kanadísku liði sem hann er í núna til að reyna að komast á úrslitamót WCG(World Cyber Games) í Kóreu, en hann er sjálfur kanadískur og verður því að spila með kanadísku liði.

zEx hefur verið eitt af fáum Bandarískum clönum sem hefur náð að stríða stærstu evrópsku/sænsku clönunum, á borð við SK.swe, Team9 ofl., og er þeirra besti árangur vafalaust 2. sætið á <a href=”http://www.esworldcup.com">ES World Cup</a> síðastliðinn júlí.