17. janúar 2002
DOS-árás á netkerfi Símans

Í nótt var gerð “Denial-of-service”-árás á router við útlandatengingu Símans. Ekki er vitað enn sem komið er hver stendur fyrir árásinni en hún kom frá útlöndum og frá mörgum vélum um allan heim. Árásin olli því að öðru hverju varð útlandasamband Símans illa aðgengilegt viðskiptavinum.

Mjög erfitt er að koma í veg fyrir árásir sem þessa en tæknimenn Símans munu bregðast við þeim og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að minnka truflanir og rekja uppruna þeirra.

Vitað er um fleiri Internetþjónustuaðila hérlendis sem einnig urðu fyrir árásum á útlandatengingar sínar.

-Tekið af www.simnet.is
<br><br>-MurK´Krissi