Í byrjun sumars setti eSports.is upp fullkomið mótakerfi á vefslóðinni www.ice.esports.is og hafa tvö online mót verið sett á laggirnar, þá bæði í Counter Strike 1,6 og Counter Strike Source og báðar keppnirnar hafa ekki fengið næga þátttöku. Í Counter Strike Source var sett upp awp mót og þeir sem skráðu sig í keppnina fundust lítið mál að skrá sig á meðan aðrir voru í vandræðum.

Settar hafa verið ítarlegar leiðbeiningar hér á esports.is og hafa flest allir keppendur notað þær leiðbeiningar án vandræða.

Það virðist vera lítill áhugi hjá íslensku leikjarmenningunni að nýta sér þennann kost að hafa fullkomið mótakerfi og vilja frekar senda inn upplýsingar í gegnum ircið og láta aðra sjá um að halda utan um allt mótið, en það gæti líka verið að keppnirnar hafi komið á röngum tíma, þar sem sumarfrí eru allsráðandi.

Í gegnum tíðina hefur verið mikið í umræðunni að hafa slíka heimasíðu, sem býður uppá fullkomið mótakerfi, þar sem keppendur geta skráð sig og að heimasíðan sér um að halda utan um mótið. Við vonum að með komandi hausti að meiri áhugi verði hjá íslensku leikjarmenningunni að skrá sig í keppnirnar á www.Ice.esports.is, annars sjáum við ekki ástæðu að halda úti slíka vefsíðu, en við vonumst að það komi ekki til og biðlum til keppendur að sýna meiri áhuga.

Einnig væri gott að fá hér athugasemdir frá leikjarmenningunni ef það er eitthvað sem er óljóst með skráninguna og sjálfa vefsíðuna Ice.eSports.is til að meiri áhugi verði á mótunum.

http://www.esports.is/index.php?showtopic=5910