Jæja, eins og flestir hafa tekið eftir þá er ég ekki búinn að vera að spila mikið undanfarið, það er eitthvað að vélinni hjá mér, ég ætlaði að ath. hvort einhver annar hefur verið var við þetta vandamál, bara allt í einu þá minnkaði fps'ið (frames per second) um helming og það er alveg óspilandi, þetta er annað skiptið sem þetta gerist, eina sem var hægt að gera til að laga þetta seinast var að henda windowsinu inn aftur frá nýtt og ég nenni því ekki, ég vill frekar finna lausn á þessu.

Þetta gerðist bara allt í einu, ég var ekki búinn að installa neinu, ekki búinn að breyta neinum stillingum, ég fór smá í Unreal Tournament um daginn og hann virkaði fínt, þetta virðist bara vera CS, ég er búinn að setja leikinn upp frá nýtt, þetta lagast ekki einu sinni þótt ég minnki upplausnina sem er mjög skrítið, ég fæ ekki nema 14-19fps núna, stundum minna.

Ég er búinn að setja inn nýjustu drivera, jafnvel búinn að testa eldri drivera, það virkar bara ekkert.

Ef einhver hefur einhverjar uppástungur, endilega koma með þær.

[TVAL]Spaz