Já þeir hafa víst tekið cd af. Þeir sem stóðu sig best í því að hafa það sem algera skyldu og automatic kick af servernum ef þú varst ekki með cd virðast vera hættir að nota það.

Eg, saklaus spilari átti mér einskis von þegar ég leitaði eftir spennu og hasar áðan þegar ég brá mér á oggz og sé þá þessa djörfu haxera og voru þeir ófáir.

Ég fór rakleitt út af og leitaði skjóls á öðrum oggz server, en allt kom fyrir ekki. Þar voru líka hackerar!

Þannig að núna situr maður uppi með 1 server sem maður getur nokkurn veginn treyst á að sé hacklaus.

Það er Göngudeild! active adminar þar á bæ.

Eg hvet svo simnet til að setja autokick á no cd gaura. Til hvers annars er cd???


Eða bara þessir vanþroskuðu hackerar sem finnst víst ekkert jafn gaman og að ýta á mouse1 og þá kviss bamm búng drepuru kall…. að þurfa ekki að gera neitt nema ýta 1x á músartakkann getur ekki verið fun.. er það?

Kannski að Simnet eða Oggz létti á höxurum og setji einn “haxið hér” server upp. Hver veit nema að vanþroskuðu hackerarnir myndu hverfa á braut og cs samfélagið ná góðu skriði áfram.

var þetta ekki mjög íslenskulega skrifað hjá mér…