Komið heil og sæl.

Það virðist vera að margt hafi gengið á hérna á Huga sem og á skjálfta. Ég hef aðeins verið að tala við strákana í röðum GGRN og vonandi geta bent þeim að sumir hverjir hafi farið yfir strikið á köflum. Þeir hafa tekið það til sín sem þurftu og veit ég að þeir eru ekki hreyknir af framkomu sinni. En sjaldan veldur einn er tveir deila. Ég hef alltaf verið sáttur við strákana á pyttinum, þó svo að maður hafi nú verið með svona létt grín í gangi meðan á skrimmum stóð, en þetta mál finnst mér fyrir neðan allar hellur. Strákarnir okkar brutu jú eina reglu og var refsað fyrir það, okay allt í lagi fyrir það en að vera einum refsað fyrir að nota “say” finnst mér heldur harkalegt. Þegar tekið er á svoleiðis reglu verður að ganga jafnt á alla, annað er hreinlega ósanngjarnt.

En hvað varðar pytt strákana þá segi ég aftur að strákarnir okkar báru sig ekki rétt að hlutunum og er því alveg sanngjarnt að við biðjumst afsökunar og það gerum við. En þessar blessuðu afsakanir ykkar voru dáldið undarlegar. Að vera segja að það hafi verið útaf þessu eða hinu og segja svo í kjölfar að það sé enginn afsökun er nú stórundarlegt, svo vægt sé tekið til orða.

Ég veit að flestir eru sammála mér í því að reyna vinna “no matter what” er engan veginn gaman. Þó svo að þú getir sagt að þú hafir komist þetta langt á þessum skjálfta. En reglur ættu að ganga jafnt á alla, ekki hægt að refsa einu liði sérstaklega fyrir það því einhverjir gætu ekki sætt sig við að tapa.

Gjörið svo vel að gjörsamlega snappa og flame'a eins og ykkur listir, það verður allt lesið og tekið til greina :D

[GGRN]Bandito